Prosecco hlaupið 2020

Deila

- Auglýsing -

Sumarkjóla og freyðivínshlaup fer fram í Elliðaárdal fimmtudaginn 6. ágúst.

Prosecco hlaupið fer fram í Elliðaárdal í Indjánagili rétt hjá Rafveituheimilinu, ræst verður kl. 18 og farnir 5 kílómetrar.

,,Allir eiga að mæta með freyðivínsflösku (750ml) í startið, sem allar verða settar í púkk. Ekki gleyma að mæta í sumarkjól. Gott væri að taka með sér glas að heiman,” segir í viðburði hlaupsins.

Engin tímataka er í hlaupinu, sem er fyrst og fremst til gamans gert. Val er um að hlaupa eða ganga.

Viðburður á Facebook.

- Advertisement -

Athugasemdir