Ragga nagli og sjálfsmyndin: „Hafðu hugrekki til að mæta á staðinn eins og þú ert“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Í nýjasta pistil sínum skrifar Ragga um afsakanirnar sem við erum öll alltaf með á reiðum höndum og hvaða áhrif þær hafa á sjálfsmyndina og sjálfsvirði.

„Sorrý með mig….

Er með ljótuna í dag. Svaf ekki nógu vel og allt á fullu.
Er svo uppþembd eitthvað. Er sko á blæðingum. Er alls ekki alltaf með svona bumbu.
Afsakaðu draslið í stofunni. Náði ekki að ryksuga í gær.
Plís ekki horfa á bóluna á hökunni. Vanalega er ég með betri húð.
Get ekki lyft eins þungu eða hlaupið eins hratt af því ég hef ekki æft mikið undanfarið.
Er ekki eins grönn og ég var. Ég var sko í miklu betra formi.
Ég er ekki eins ________ og ég var… fylltu bara í eyðurnar.

Af hverju erum við alltaf að afsaka okkur?
Fela okkur undir hettu, húfu, víðum bolum því við föllum ekki undir óræða staðla um fegurð.

Hættum að gera afsakanir fyrir skrokkinn.
Hættum að afsaka heimilið, frammistöðu, starfsframa, útlit, líkama, mataræði og hegðun.

Af hverju efumst við um virði okkar sem manneskju og rökkum niður sjálfið með stóradómi.
Þegar við gerum það sendum við öðrum boðskort til að sjá okkur sem „minna en“ við erum í raun í veru.

Og þessi tilfinning að „vera ekki nóg“…. fær að dansa tryllingslega um æðarnar.

Áður en við vitum af eru niðurrifsseggirnir vopnaðir sleggjum og sprengibúnaði byrjaðir að tæta niður sjálfsmyndina.

Það hafa allir gerst sekir um það. Líka Naglinn. Og veistu hvað. Það lætur manni aldrei líða vel. Og heldur ekki viðmælandann.

Getum við í staðinn fundið rótina í þessum tilfinningum og droppað útskýringunum. Við getum. Við ætlum.

Drasl í stofunni þýðir að þú hefur nýtt tímann í ræktinni frekar en að veifa borðtusku og skúringamoppu.
Knúsaðir karlinn extra lengi fyrir vinnu frekar en að eyða tíma að sparsla smettið með farða.
Hárið rytjulegt í tagli því þú hringdir frekar í aldraða ömmu þína en að munda hárburstann.

Sláðu eign þinni á rýmið eins og landkönnuður að stinga niður flaggi.
Hafðu hugrekki til að mæta á staðinn eins og þú ert, engin þörf á útskýringum og afsökunum.
Finndu sjálfsmyndina í ást, samkennd og krafti.

Þegar við gerum það, þá stöndum við fast í öllu okkar veldi.
Háir hælar eða gamall Kvennahlaupsbolur.
Með hveitibumbu eða sléttan malla.
Með eða án farða. Drasl í stofunni eða ekki.

Sendu sjálfsmyndinni skýr skilaboð og styrkar stoðir með að hætta að afsaka þig.“

“Sorrý með mig….

Er með ljótuna í dag. Svaf ekki nógu vel og allt á fullu.
Er svo uppþembd eitthvað. Er sko á…

Posted by Ragga Nagli on Monday, March 1, 2021

Facebooksíða Röggu nagla.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -