Ragga segir þetta hörmungarskilaboð: „Getum við hætt að dásama sveltikúra og svipugöng“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Í nýjasta pistil sínum skrifar Ragga um leikkonuna Jane Seymour og nýlegar fréttir af því að hún sé í sama líkamlega formi sem eldri borgari og hún var þegar hún 17 ára. Gagnrýnir Ragga þessa dýrkun og segir Seymour eiga í óheilbrigðu sambandi við mat.

„Nýlega birtust fregnir af aðferðum leikkonunnar Jane Seymour á síðum bleiku miðlana þar sem skrokkleg hollning er dásömuð í hástert.

- Auglýsing -

Hún gortar sig af að vera í sömu þyngd sem sjötugur eldri borgari og þegar hún var 17 ára óharðnaður unglingur.

Þetta stórkostlega afrek megi rekja til að hún búi yfir slavískum viljastyrk að drekka bara kaffi fyrripartinn og narta síðan í einungis eina máltíð á dag seinnipart dags.

Svo spilar hún golf, lyftir léttum lóðum og stundar Pílates.

- Auglýsing -

Hún segir að ein máltíð á dag sé leynivopnið til að halda sér í formi.

En þegar betur er að gáð þá felst þessi eina máltíð í grænmeti, mögrum fiski eða smávegis kjúklingi en stundum þunnum sneiðum af rauðu kjöti. Svo snarlar hún á gulrótum og sellerí.

Hún segist aldrei vera í megrun og leyfi sér alveg stundum smá bita af súkkulaði og glas af rauðvíni.

- Auglýsing -

Jane Seymour í dag og á yngri árum

HALLÓ!!!

Hvers konar hörmungar skilaboð eru þetta?

Konan er með bullandi óheilbrigt samband við mat.

Nei það er rétt, þetta er ekki megrun… þetta er SVELTI.

Þessar hitaeiningar eru á pari við fangabúðir seinni heimsstyrjaldar.

Þessi eina máltíð og örfáir bitar af súkkulaði innihalda aðeins nokkur hundruð hitaeiningar.

Ekki nóg til að halda meðalstórum hvolpi á lífi.

Hvað þá kvenmanni í fullri stærð sem stundar líka hreyfingu.

Ef satt reynist þá vantar allt kalk og magnesíum fyrir þessi eldri borgara bein.

Það vantar járn fyrir blóðflæðið, B12 fyrir orkuna, sterkju fyrir átökin og fitugjafa fyrir hormónabúskapinn.

Það vantar hitaeiningar til að hita upp skrokkinn og stuðla að heilbrigðri starfssemi frumna og líffæra.

Jane Seymour er gullfalleg kona og skemmtileg og hæfileikarík leikkona.

En hver er kostnaðurinn fyrir skrokkinn hennar til að komast í spandex brækur unglingsáranna?

Og af hverju er verið að básúna þessi stórhættulegu ráðleggingar út í kosmósið til hinna dauðlegu sem vilja líta svona út?

Keyra sig upp af koffíni fyrir hádegi og þrykkja þannig kortisólinu í blússandi botn sem nú þegar er í fullu risi í föstuástandi.

Hanga á horriminni langt frameftir degi og hunsa þannig innri merki líkamans um hungur.

Snæða eftir ytri stjórnun af klukku og fjölda máltíða í stað innri merkja um svengd.

Éta aðeins fjögur ríkismatvæli og stunda fábreytni í matarvali.

Það snuðar ekki bara skrokk um mikilvæg vítamín, steinefni og orkuefni, heldur leiðir til þráhyggjuhugsana um mat og pervertískra langana sem leiða til átkasta í laumi og meðfylgjandi samviskubits.

Nýlega birtust fregnir af aðferðum leikkonunnar Jane Seymour á síðum bleiku miðlana þar sem skrokkleg hollning er…

Posted by Ragga Nagli on Thursday, February 18, 2021

 

Það er gömul saga og ný og rannsóknir hafa ítrekað sýnt slíkt mynstur hjá megrunarpésum.

Til dæmis fræg rannsókn Ancel Keys frá 1950 á stríðsföngum sýndi þráhyggjuhugsanir um mat og endurtekin átköst hjá hraustum karlmönnum ennþá mörgum árum eftir að megrun lauk.

Hér er verið að hefja upp til skýjanna sveltikúr sem sótsvartur óupplýstur pöpullinn lepur upp eins og kettlingur á spena.

Slík nálgun á mataræði getur aukið áráttu og þráhyggju í tengslum við mat og þar með leitt til átröskunarhegðunar. Megranir með örfáum matvælum og ytri stýringu á áti hafa sýnt arfaslakan langtímaárangur á meðan gagnreyndar meðferðir eins og að nærast í núvitund og henda boðum og bönnum út í hafsauga opna dyrnar að langtíma ástríku sambandi við mat.

Getum við í öllum bænum hætt að dásama sveltikúra og svipugöng hjá átröskuðum Hollívúdd stjörnum og birt frekar fregnir af Jóni og Gunnu sem hafa viðhaldið heilbrigðum lífsstílsvenjum og hóflegu mataræði í áratugi.“

Facebooksíða Röggu nagla.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -