Rakel fjórða ís­lenska tón­listar­konan á breskum topplista

Deila

- Auglýsing -

Rakel Mjöll Leifsdóttir söngkona og forsprakki bresk-íslensku pönk hljómsveitarinnar Dream Wife, komst nýlega í fyrsta sæti breska Indie listans og í 18. sæti á UK Top 20 listann með nýjustu plötu sveitarinnar So when you gonna… Platan fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum hjá gagnrýnanda Guardian, sem segir hana metnaðarfulla og skemmtilega.

 

Rakel fagnar áfanganum í færslum á samfélagsmiðlum og segir að ágóðinn af netstreymi plötunnar verði notaður til að styðja við samtökin Black Minds Matter og Gendered Intelligence.

Rakel varð þannig fjórða íslenska konan til að komast á topp 20 listann yfir vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Dream Wife er skipuð ásamt Rakeli, Alice Go og Bella Podpadec. Dream Wife var stofnuð í Brighton á Englandi árið 2014 og hefur vakið talsverða athygli síðan.

 

Eftir ábendingu mun Rakel vera fjórða íslenska konan sem kemur plötu á topp 20 listann í Bretlandi.

Sykurmolarnir, með Björk Guðmundsdóttur söngkonu og Margréti Örnólfsdóttur á hljómborð (ekki með á fyrstu plötunni) kom þremur plötum á listann:  Life´s Too Good, 14. sæti, 1988, Here Today, Tomorrow, Next Week, 15. sæti, 1989, og Stick Around For Joy, 16. sæti, 1992.

Of Monsters And Men með Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur söngkonu, hefur komið þremur plötum á listann: My Head is an Animal, 3. sæti, 2012, Beneath the Skin, 10. sæti, 2015, og Fever Dream, 15. sæti, 2019.

 

- Advertisement -

Athugasemdir