Rakel þriðja ís­lenska tón­listar­konan á breskum topplista

Deila

- Auglýsing -

Rakel Mjöll Leifsdóttir söngkona og forsprakki bresk-íslensku pönk hljómsveitarinnar Dream Wife, komst nýlega í fyrsta sæti breska Indie listanns og í 18. sæti á UK Top 20 listann með nýjustu plötu sveitarinnar So when you gonna… Platan fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum hjá gagnrýnanda Guardian, sem segir hana metnaðarfulla og skemmtilega.

 

Rakel fagnar áfanganum í færslum á samfélagsmiðlum og segir að ágóðinn af netstreymi plötunnar verði notaður til að styðja við samtökin Black Minds Matter og Gendered Intelligence.

Rakel varð þannig þriðja íslenska konan til að komast á topp 20 listann yfir vinsælustu plöturnar í Bretlandi. Dream Wife er skipuð ásamt Rakeli, Alice Go og Bella Podpadec. Dream Wife var stofnuð í Brighton á Englandi árið 2014 og hefur vakið talsverða athygli síðan.

- Advertisement -

Athugasemdir