Rauða perlan í 101 til sölu: Þar sem tíminn stóð í stað – Sjáðu myndirnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Húsið við Bergstaðastræti 34 í Þingholtunum í Reykjavík er komið á sölu. Lítið, rautt einbýlishús sem fer ekki fram hjá neinum sem á leið um götuna, en beint á móti stendur eitt þekktasta hótel landsins, Hótel Holt.

Húsið er byggt árið 1906 og því friðað, og má hvorki rífa það né breyta og eru allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir eru háðar leyfi Minjastofnunar. Sem er kostur fyrir þá sem vilja varðveita söguna og gamla miðbæinn, en fjárfestar klæjar líklega í puttana að rífa húsið og byggja háhýsi, enda stendur húsið á 210 fm eignarlóð.

Húsið er 80,6 fm og samanstendur af hæð, kjallara og geymslurisi. Aðalhæð skiptist í tvær stofur og tvö herbergi og anddyri. Kjallari skiptist í baðherbergi, eldhús, borðstofu, lítið afstúkað herbergi, sérinngang, kalt anddyri og lítið geymslurými. Í risi er geymsluloft.

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Kannski væri við hæfi að einhver framtakssamur einstaklingur myndi kaupa húsið og breyta því í safn eða krúttlegt kaffihús. Þegar allt verður leyfilegt á ný þá eru fyrstu vænlegu viðskiptavinir í gistingu hinu megin við götuna.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -