Rebel Wilson hefur náð ótrúlegum árangri

Deila

- Auglýsing -

Ástralska leikkonan Rebel Wilson birti nýlega myndir af sér á samfélagsmiðlum, sem sýna svo ekki er um villst að leikkonan er í heilsuátaki.

Wilson, var stödd ásamt einkaþjálfara sínum á Barrenjoey Head á Palm ströndinni í Sydney í Ástralíu, stað sem er vinsæll til gönguferða. Leikkonan greindi nýlega frá því að hún hefði sett sér það markmið að léttast niður í 75 kg og árið 2020 yrði „ár heilsunnar.“

View this post on Instagram

Closer each day… 🎶

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) on

„Jafnvel þó þú þurfir að skríða til að ná markmiði þínu þá verður það þess virði,“ sagði hún í færslu á Instagram. „Reyndu að gera eitthvað á hverjum degi. Ég veit að sumir dagar eru mjög erfiðir, þig langar að gefast upp, þú verður fúl/l yfir að það sjáist enginn árangur, en góðir hlutir eru að koma til þín.

Ég ætla að vera heiðarleg við ykkur, á „Ári heilsunnar“ þá ætla ég að komast niður í 75 kg. auk þess sem ég er að reyna að koma einum af myndum mínum í framleiðslu fyrir lok ársins. Báðir þessir hlutir þarfnast daglegrar eftirfylgni og það er reglulega bakslag, en ég legg hart að mér.“

- Advertisement -

Athugasemdir