Richard Scobie gefur út lag og plötu eftir 17 ára hlé

Deila

- Auglýsing -

Richard Scobie tónlistarmaður gefur í dag út lagið Otro Dia eftir 17 ára hlé frá útgáfu tónlistar. Lagið er af væntanlegri plötu sem koma mun út með haustinu. Lagið hefur suðrænan keim og á íslensku útleggst það Annar dagur, og er lagið ólíkt öllu öðru sem Richard hefur látið frá sér áður.

 

Hlusta má á lagið Otro Dia hér.

Richard var áberandi í íslensku tónlistarlífi frá árinu 1985 fram undir aldamót. Hann sló í gegn ásamt hljómsveitinni Rikshaw haustið 1985 þegar fyrsta plata sveitarinnar kom út. Síðan fylgdu nokkrar plötur og á nokkrum árum þróaðist sveitin frá nýrómantískum straum áttatíu og eitthvað áranna yfir í bandarískt rokk og ról þegar komið frá nálægt aldamótum.

Richard söng einnig í hljómsveitinni Loðinni Rottu sem var einhverskonar sveitarballa útgáfa af Rikshaw sem spilaði nokkurn veginn með sömu skipan á Gauki á Stöng og Tveir vinir og annar í fríi (horni Laugavegar og Frakkastígs) sem voru heimavellir lifandi tónlistar í Reykjavík á þeim tíma.

Rikshaw

Á síðustu árum hefur Rickard samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp, og einnig verið ötull handritshöfundur og leikstjóri.

„Ég er að fara gefa út efni sem ég hef samið í gegnum fjölda ára og eru lögin flest öll hylling til þeirra áhrifavalda sem urðu til þess að ég valdi tónlist að lífsstarfi. Platan sem mun koma út heitir Carnival of Souls og vísar til meistaranna á sjötta og sjöunda áratugnum (60s/70s). Auk þess þá á ég stórafmæli á árinu og því langaði mig að gefa út þetta efni sem ég hef unnið að í gegnum árin.“

Platan Carnival of Souls er væntanleg

Lagið Otro Dia var tekið upp á vormánuðum og skartar fjölda þekktra session hljóðfæraleikara, meðal annars Harry Kim á trompet (Marvin Gaye, Aretha Franklin,Earth, Wind and Fire) og Don Randy á piano (Wrecking Crew, Phil Spector, beach Boys, Frank Sinatra….) ásamt valinkunnugra íslenskra og erlendra hljóðfæaraleika.

Lagið er hljóðblandað af Carlos „El Loco“ Bedoya sem er þekktastur fyrir að vinna með og hljóðblanda Beyoncé, Missy Elliott, Ricardo Arjona, Weezer (Green Album), Mick Jagger, Enrique Iglesias, og fleiri.

- Advertisement -

Athugasemdir