Ringo Starr áttræður – Fagnar stórafmælinu með tónleikum og þér er boðið

Deila

- Auglýsing -

Ringo Starr, tónlistarmaður og trommari Bítlanna, fagnar áttræðisafmæli í dag. Í tilefni dagsins heldur hann stórtónleika með fjölda gesta, Paul Mc­Cart­n­ey, félagi hans úr Bítlunum, og Gary Clark Jr., Elvis Costello, Sher­yl Crow, Ben Harper, Gary Clark Jr., og Joe Walsh úr Eag­les, verða á meðal gesta.

 

Horfa má á tónleikana á YouTube-rás Starr, en þeir hefjast á miðnætti að íslenskum tíma.

„Í ár vil ég að allir séu öruggir heima hjá sér og ég hringdi því í nokkra vini til að koma þessari stóru af­mælis­sýningu saman svo við getum fagnað af­mæli mínu með ykkur öllum. Ást og friður, Ringo,” segir Starr, sem jafnan hefur haldið upp á afmæli sitt með einhverjum viðburði og tileinkað hann baráttunni fyrir ást og friði í heiminum.

- Advertisement -

Athugasemdir