• Orðrómur

Róbert Wessman giftir sig í Frakklandi – Gestir sóttir á einkaþotum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman, forstjóri Alvotech og Alvogen, undirbýr nú giftingaveislu í Frakklandi ásamt unnustu sinni, Kseniu Shakhmanova. Boðskort í veisluna hafa verið send út til um 100 boðsgesta og herma heimildir Mannlífs að veislan verði hin glæsilegasta. Íslenskum gestum stendur til boða að þiggja flug með einkaþotum í veisluna og mikil eftirvænting mun vera fyrir giftingunni sem verður haldin á næstu vikum. Mannlíf greindi frá trúlofun parsins á árinu 2018 en þau hafa átt í ástarsambandi frá árinu 2015. 

Róbert og Ksenia eiga saman soninn Róbert Ace Wessman en fjölmiðlar hafa áður fjallað um skírn og afmæli sonarins. Þau eiga einnig tvö börn hvor frá fyrri samböndum en Róbert var áður giftur Ýr Jensdóttur lækni en þau áttu heimili saman í Fossvoginum um langt skeið. Róbert hefur nánast alla tíð búið á Íslandi en hann setti heimili sitt á Arnarnesinu nýlega á sölu en höllin mun vera föl á um 400 milljónir króna. Róbert og Ksenia búa nú í Lundúnum en eiga einnig lúxuíbúðir í New York og Miami eins og Mannlíf hefur áður fjallað um

Sjá einnig: Róbert vill 400 milljónir fyrir Arnarneshöllina – Flytur úr landi eftir átök við uppljóstrara

Róbert Wessman og unnusta hans Ksenia Shakhmanova

Heimildir Mannlífs herma að Páll Óskar og Jökull í Kaleo verði á meðal fjölmargra listamanna sem troða upp í veislunni en Róbert mun vera þekktur fyrir veglegar veislur og framúrskarandi vín. Ríflega 50 Íslendingum hefur verið boðið í veisluna og þar á meðal eru fjölmargir vinnufélagar en einnig þekktir athafnamenn og má þar nefna Árna Odd forstjóra Marel, Ármann Þorvaldsson aðstoðarforstjóra Kviku banka, Bjarka Diego lögmann hjá BBA Legal, Ívar Guðjónsson fjárfesti og Einar Bárðarson. 

Sjá einnig: Lyfjaprinsinn Róbert Wessman nýtur lífsins í milljarða fasteignum – MYNDIR OG MYNDBAND

Fastlega má búast við því að kampavínið Wessman One verði á boðstólnum fyrir þyrsta gesti en Róbert hefur einnig framleitt rauðvín og hvítvín sem hlotið hafa fjölmörg verðlaun í Frakklandi og víðar. Hann hefur verið duglegur að auglýsa vínin á samfélagsmiðlum, sem hann og unnusta hans hafa framleitt undanfarin ár og markaðssett víða um heim, meðal annars á Íslandi.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -