• Orðrómur

Rúrik heillar dómarana og fær fullt hús stiga: „Ég elska hverja mínútu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúrik Gísla­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í fót­bolta, heldur áfram að trylla dómara og áhorfendur í þýsku þáttunum Let´s Dance.

Sjá einnig: Rúrik slær í gegn í þýska Allir geta dansað: „…besti dansarinn sem við höfum haft“

- Auglýsing -

Síðasta föstudag dönsuðu Rúrik og dansfélagi hans, Renata Lusin, jive, og fengu fullt hús stiga hjá dómurunum þremur, 30 stig.

Rúrik og Renata dönsuðu við lagið Don’t Worry, Be Happy og dómararnir voru svo sannarlega glaðir með frammistöðuna. Joachim Llambi sagði Rúrik skrá sig í sögubækur keppninnar með frammistöðu sinni.

- Auglýsing -

Hér má sjá frammistöðu Rúriks og Renötu síðasta föstudag.

„Ég beið í allt kvöld og það var svo sannarlega þess virði,“ sagði dómarinn Motsi Mabuse.

- Auglýsing -

Joachim Llambi, hafði engar athugasemdir við frammistöðuna. „Jive-dansinn hjá ykkur mun verða fyrirmynd fyrir aðra sem dansa munu jive  framvegis. Tilkomumikil frammistaða.“

Í færslu á Instagram segir Rúrik sjálfur: „Ég veit ekki hvert þetta ferðalag mun leiða mig, en ég elska hverja mínútu. Takk aftur fyrir að horfa og stuðninginn. Það er svo gefandi að ná góðum árangri þegar þú leggur svona mikla vinnu á þig.“

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -