Rúrik og Doctor Victor sameina krafta sína: Hlustaðu á fyrsta lag Rúriks

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúrik Gíslason, fyrrum fótboltamaður og liðsmaður íslenska landsliðsins, reynir nú fyrir sér á nýju sviði, en í dag kemur fyrsta lag hans út.

Í laginu Older sameinar hann krafta sína með einum efnilegasta pródúser landsins, Doctor Victor (Victor Guðmundsson), en hann sem samdi meðal annars eitt vinsælasta lag sumarsins 2019, Sumargleðin.

Doctor Victor og Rúrik
Mynd / Aðsend

- Auglýsing -

Victor starfar sem læknir og hafa þeir vinirnir því báðir helgað stóran hluta ævi sinnar starfsgreinum sínum sem hefur haft í för með sér mikla vinnusemi og persónulegar fórnir.

„Lagið er einlægt og grípandi sem ber með sér hressandi boðskap. Older snýst því um mikilvægi þess að hafa gaman og ná því besta úr lífinu. Skilaboðin eru að forðast væntingarnar, gera sitt besta og reyna að hafa gaman af þessu,“ segja þeir félagar um lagið, sem komið er á YouTube og Spotify.

- Auglýsing -

„Tónlistarmyndbandið er gert af frábæru teymi sem samanstendur af Evu Mey, Jón From Iceland, Midnight Mar og Önnu Maggy.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -