• Orðrómur

Rúrik og Renata dansa til úrslita í kvöld: „Ég kemst í keppnisskap“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúrik Gíslason og Renata Lusin keppa til úrslita í kvöld í þýska sjónvarpssþættinum Let´s Dance.

Þrjú pör keppa til úrslita, en Rúrik og Renata fara farið á kostum í þáttunum og þykja sigurstrangleg í kvöld. Þau hafa fimm sinnum fengið 30 stig frá dómurunum þremur eða fullt hús stiga.

Sjá einnig: Samba Rúriks og Renötu kveikti í salnum – Sjáðu frammistöðuna

- Auglýsing -

„Þetta verður helvíti strembið prógram í kvöld og það getur allt gerst. Í kvöld dönsum við þrjá dansa og inni í einum af þessum þremur dönsum, dönsum við í raun þrjá dansa. Þetta eru í raun sjö tegundir í kvöld. Hausinn á mér er fullur af upplýsingum. Það er því búið að æfa svolítið mikið þessa vikuna og nú er bara að njóta og sjá hvað gerist,“ sagði Rúrik í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun.

Athygli hefur vakið hvað Rúrik er flinkur á dansgólfinu og það á stuttum tíma. Aðspurður um þetta sagði Rúrik: „Ég væri alveg til í að fólk myndi sjá mig á æfingu fyrstu tvo til þrjá dagana. Það er ekki þrjátíu stiga frammistaða þá. Það gerist margt á einni viku og þegar maður er að æfa tíu tíma á dag nær maður ótrúlegum framförum. Ég kemst í keppnisskap þegar þetta er síðan í beinni útsendingu.“

Sjá einnig: Rúrik slær í gegn í þýska Allir geta dansað: „…besti dansarinn sem við höfum haft“

- Auglýsing -

Faðir Rúriks, Gísli Kristófersson, og mágur hans, Jóhannes Ásbjörnsson, verða á meðal áhorfenda í salnum.

Hvort sem Rúrik og Renata fara með sigur af hólmi í kvöld eða ekki tekur ekkert frí við hjá Rúrik að þættingum loknum, en hann mun vinna í nokkrum verkefnum í Þýskalandi. „Maður verður að reyna nýta sér það að maður er búinn að vera eitthvað í sjónvarpinu hérna úti.“

Keppnin hefst kl. 18:15 í kvöld að íslenskum tíma.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Rúrik og Renata tæta upp dansgólfið! Fullt hús stiga – Sjáðu myndbandið

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -