• Orðrómur

Rúrik og Renata unnu Let´s dance

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúrik Gíslason og Renata Lusin unnu í kvöld í þýska sjónvarpsþættinum Let´s Dance.

Þrjú pör kepptu til úrslita og dansari hvert par þrisvar.

Fyrsti dans var valinn af dómurunum þremur, Rúrik og Renata dönsuðu tango og fengu 29 stig. Sem annan dans völdu pörin sinn uppáhalds dans og völdu Rúrik og Renata jive sem skilað þeim fullu húsi eða 30 stigum. Þriðji dans var síðan freestyle sem skilaði aftur fullu húsi, 30 stigum. Rúrik var þar klæddur sem sjálfur Þrumuguðinn Þór.

- Auglýsing -

Dómarastigin gáfu því samtals 89 stig, meðan dansparið Valentina og Valentin voru með 90 stig, og Nicolas og Vadim 85 stig. Eftir að atkvæði áhorfenda skiluðu sér í hús var hins vegar ljóst að Rúrik og Renata voru sigurvegarar. Renata tók einnig þátt í fyrra og var þá í öðru sæti með dansfélaga sínum.

Rúrik ásamt föður sínum, Gísla Kristóferssyni, og mági, Jóhannesi Ásbjörnssyni.

Sjá má alla dansa kvöldsins hér. 

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -