• Orðrómur

Rúrik slær í gegn í þýska Allir geta dansað: „…besti dansarinn sem við höfum haft“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rúrik Gísla­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í fót­bolta keppir í þýsku þáttunum Let´s Dance. Þáttaröðin hófst á RTL-sjón­varps­stöðinni 26. febrúar og komust Rúrik og dansfélagi hans, Renata Lusin, áfram síðasta föstudag.

Rúrik hefur notið mikilla vinsælda í þáttunum og þykir sýna afburða frammistöðu á dansgólfinu. Fyrsta kvöldið dansaði parið salsa og það seinna vínarvals. Um frammistöðu Rúriks á föstudag sagði dómarinn Motsi Mabuse: „If you step on the gas, you will be the best dancer we have ever had,“ eða „Ef þú gefur allt þitt í þetta, verður þú besti dansarinn sem við höfum haft.“

Hér má sjá frammistöðu Rúriks og Renötu síðasta föstudag.

- Auglýsing -

Þættirnir eru þýska útgáfan af bresku þáttunum Strictly Come Dancing, og hefur íslensk útgáfa þeirra, Allir geta dansað, verið sýndir við nokkrar vinsældir. Í þáttunum dansa 14 þekktir einstaklingar við 14 atvinnumenn í dansi og er til mikils að vinna.

Á meðal þeirra sem Rúrik mun keppa við eru Auma Obama sem er hálf­systir Baracks Obama, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta. Senna Gammour, popp­söng­kona og sjón­varps­stjarna, Lola Weippert, fyrirsæta, Erol Sander, leikari, Simon Zachennhuber, hnefaleikamaður, Valentina Pahde, söngkona og Nicolas Puschmann, sem áður var þátttakandi í „Prince Charming“ þar sem hann leitaði að hinni einu sönnu.

Í við­tali við RTL segir Rúrik að hann hafi á­kveðið að vera opinn fyrir nýjum hlutum eftir að hann hætti í fót­boltanum, þátttaka hans í Let´s Dance sé einn af þeim hlutum.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Rúrik keppir í þýska Allir geta dansað – Sjáðu kynningarmyndbandið

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -