• Orðrómur

RÚV samdi og Óskarinn verður í beinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Óskar­sverðlauna­hátíðin fer fram í 93. sinn á sunnudagskvöld, aðfararnótt mánudags hjá okkur, og verður hátíðin sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Hulda Geirs­dótt­ir verður þulur líkt og síðustu ár og hefst útsending frá rauða dregl­in­um klukk­an 23:10 og á miðnætti hefst út­send­ing frá hátíðinni.

Fyrr í vikunni var greint frá því að RÚV myndi ekki geta sýnt frá keppn­inni þar sem fyrri samningur um út­send­ing­ar­rétt var út­runn­inn en eft­ir að í ljós kom að óvenju­mik­il Ísland­s­teng­ing yrði á hátíðinni í ár var leitað samn­inga um sýn­ingu. Skarp­héðinn Guðmunds­son, dag­skrár­stjóri RÚV, seg­ir að mik­il áhersla hafi verið lögð á að tryggja út­send­ing­ar­rétt­inn þegar ljóst varð hversu mik­il Ísland­s­teng­ing­in yrði.

- Auglýsing -

Lagið Húsa­vík – My Home Town úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire saga er til­nefnt sem besta lag og Já-fólkið eft­ir Gísla Darra Hall­dórs­son tilnefnd sem besta stuttmyndin.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -