2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  RVK Feminist Film Festival – Boðskapurinn er að jafna kynjahalla þegar kemur að leikstjórn kvikmynda

  RVK Feminist Film Festival er brakandi ný alþjóðleg kvikmyndahátíð sem verður haldin í Reykjavík 16. – 19. janúar. RVK FFF og Nordic Film Focus í Norræna húsinu hafa ákveðið að sameina krafta sína og sýna enn fleiri kvikmyndir eftir kvenleikstýrur. Hátíðin verður haldin í Bíó Paradís, Icelandair Hótel Marina og Norræna húsinu.

   

  Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, mun opna hátíðina í Bíó Paradís kl. 18:30 fimmtudaginn 16. janúar. Heiðursgestur hátíðarinnar Elísabet Ronaldsdóttir mun hljóta heiðursverðlaun við opnunina og segja nokkur orð ásamt því að Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi mun taka til máls. Opnunarmynd hátíðarinnar, A Regular Woman, verður sýnd kl. 20:00 í Bíó Paradís og öllum er boðið á myndina eins lengi og húsrými leyfir. Eftir sýninguna verður opnunarteiti í Bíó Paradís.

  Teymið að baki hátíðinni
  Mynd / Aðsend

  RVK Feminist Film Festival er kvikmyndahátíð fyrir alla. Boðskapur hátíðarinnar er einfaldur; að jafna kynjahalla þegar kemur að leikstjórn kvikmynda. Því verða einungis sýndar kvikmyndir eftir kvenleikstýrur. Með hátíðinni langar aðstandendum hátíðarinnar að skapa rými fyrir konur í kvikmyndabransanum til að tengjast, hvetja til umræðna og samvinnu og koma kvikmyndum eftir kvenleikstjóra meira á framfæri. Að auka kynjajafnrétti í kvikmyndaheiminum nær og fjær og sjá fleiri sögur um konur, eftir konur með kvenpersónum. Ungar kvikmyndagerðarkonur í dag þurfa fyrirmyndir í bransanum og er þessi hátíð mikilvægur liður í þeirri þróun.

  AUGLÝSING


  Úrslit í Stuttmyndakeppni RVK FFF, „SYSTIR“ verða kynnt á sunnudaginn 19. janúar við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu þar sem verðlaun fyrir bestu erlendu stuttmyndina og bestu íslensku stuttmynda verða afhend.

  Lea Ævars framkvæmdastjóri hátíðarinnar
  Mynd / Aðsend

  Helstu viðburðir:

  FEM Circle – ferð um Suðurlandið með Pink Iceland með einstöku feminísku ívafi, sjá viðburð hér.

  Fabúlera Short Film Script Lab með Gabrielle Kelly – Laugardaginn 18. janúar munu þátttakendur vinna í að þróa stuttmyndahandrit sín með Gabrielle Kelly. Handritshöfundurinn og framleiðandinn Gabrielle Kelly starfar við Amerísku kvikmyndastofnunina í Los Angeles. Gabrielle hefur áralanga reynslu af því að leiða handritsnámskeið um heim allan. Hún hefur meðal annars starfað hjá HBO, CBS Films, Eddie Murphy Productions og Warner Bros. Gabrielle er höfundur bókarinnar, Celluloid Ceiling; Kvenleikstjórar bjótast í gegn – Byltingarkennd rannsókn kvenleikstjóra víðsvegar að úr heiminum.

  Geena Davis Institute on Gender in Media – Wendy Gurrero heldur fyrirlestur um rannsókn stofnunarinnar um hvernig staðalímyndir kvikmynda og fjölmiðla hafa áhrif á líf og metnað stúlkna og ungra kvenna. Geena Davis Institute er sjálfseignarstofnun sem vinnur í samvinnu með skemmtanaiðnaðinum í að fræða og hafa áhrif á kynjajafnvægi á skjánum. Wendy hefur yfirumsjón með dagskrá kvikmyndahátíðarinnar Bentonville Film Festival auk þess sem hún sér um stjórn Bentonville Film Festival sjóðsins.

  Networking Party í Norræna húsinu verður haldið þann 17. janúar en þar munu WIFT á Íslandi og European Women‘s Audiovisual Network (EWA) kynna félögin sín og hvað slík tengslanet geta hjálpað konum að vinna saman, þvert á landamæri.

  Irish Short Films – Dublin Feminist Film Festival – RVK FFF mun sýna úrval af írskum stuttmyndum í samstarfi við systurhátíð sína í Írlandi, Dublin Feminist Film Festival í Slippbíóinu á Icelandair Marina hótelinu. Gabrielle Kelly mun stjórna viðburðinum og segja sögur en hún er af írskum ættum.

  „The Island Funeral“ leikstjórinn Pimpaka Towira mun halda Q&A eftir sýningu myndar sinnar í Bíó Paradís.

  „Á Hjara Veraldar“ leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir mun halda Q&A eftir sýningu myndar sinnar í Bíó Paradís.

  „Ágirnd“ – Fyrsta íslenska kvikmyndin sem leikstýrð er af konu, Svölu Hannesardóttur, frá árinu 1952. Eftir sýningu myndarinnar munum við fá sögur af gerð myndarinnar og hvernig umhverfið var í kvikmyndabransanum á þessum árum.

  Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum