RVKDTR fengu viðurkenningu dags íslenskrar tungu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur fékk um helgina sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu.

 

„Þær skoruðu feðraveldið í heimi íslenskrar rapptónlistar á hólm og fjölluðu strax í upphafi umreynsluheim ungra kvenna í íslensku nútímamáli sem þær beita á skapandi hátt og oft á ögrandi hátt. Þær eru valdeflandi fyrirmyndir ungra kvenna sem sýnt hafa að það er hægt að fella margbrotin reynsluheim ungra íslendinga í orð. Þær hafa ólíkar raddir, rappa hver með sínum hætti en leika sér saman með tungumálið. Sumar þeirra hafa komið við sögu í öðrum hljómsveitum og haslað sér völl á öðrum sviðum, svosem fjölmiðlum og leikhúsi,“

segir í umsögn um verðlaunahafana.

„Við erum mjög stoltar og þakklátar,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikkona og meðlimur RVKDTR.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...