Sæt systraþrenna

Deila

- Auglýsing -

Systurnar Hanna Rún, Unnur og Eygló Mjöll Óladætur héldu nýlega upp á afmælisdag þeirrar síðastnefndu, en hún varð 24 ára.

 

Systurnar eru allar glæsilegar eins og sjá má og keimlíkar en þær eru dætur hjónanna Eyglóar Sifjar Steindórsdóttur og Óla Jóhanns Daníelssonar sem rekið hafa Gullsmiðju Óla um árabil. Systurnar hafa allar unnið í fjölskyldufyrirtækinu.

Eldri systurnar, Unnur (31) og Hanna Rún (29), rötuðu margoft á síður Séð og heyrt. Séð og heyrt fylgdi Hönnu Rún strax frá unga aldri í samkvæmisdönsum, en hún hefur raðað inn titlum bæði hér heima og erlendis. Hanna Rún sem er sú þekktasta meðal landsmanna af systrunum, gengur nú með annað barn sitt, dóttur, en fyrir á hún fimm ára son. Unnur hefur raðað inn titlum í fitness hér heima og erlendis. Unnur á níu ára son. Eygló Mjöll á tvo syni, þriggja ára, og nokkurra mánaða, og er í fæðingarorlofi.

View this post on Instagram

🤓

A post shared by Unnur Óladóttir (@unnurola.is) on

 

- Advertisement -

Athugasemdir