• Orðrómur

SAG verðlaunin: Athöfn með óhefðbundnum hætti, Boseman verðlaunaður eftir andlát

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Screen Actors Guild verðlaunahátíðin fór fram í Shrine Auditorium í Los Angeles á sunnudag. Þetta var í 27. skipti sem verðlaunahátíðin fór fram, en verðlaunahafar eru valdir af Screen Actors Guild, sem er stéttarfélag bandarískra leikara.

Eins og flestir slíkir viðburðir nú á tímum var athöfnin með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldurs. Athöfnin sem var klukkustund að lengd var tekin upp fyrirfram, og engir kynnar voru í ár. Vinningshafar í flokkunum 15, voru einnig látnir vita fyrirfram og voru þakkarræður þeirra einnig teknar upp fyrirfram.

Að vísu að einum undanskildum, þar sem Chadwick Boseman, sem sló met fyrir flestar tilnefningar á sömu hátíð eða alls fjórar, lést 28. ágúst í fyrra. Hann hefur verið margtilnefndur og verðlaunaður eftir andlát sitt fyrir kvikmyndirnar Da 5 Bloods og Ma Rainey´s Black Bottom. Sú seinni kom út eftir andlát Boseman.

- Auglýsing -

Boseman vann verðlaun í flokknum besti leikarinn, og er það í fyrsta sinn sem látinn einstaklingur hlýtur þau verðlaun. Ekkja hans, Taylor Simone Ledward, tók á móti verðlaununum.

Í ár gerðist það í fyrsta sinn að verðlaunahafar í leikaraflokkunum fjórum eru ekki af hvítum litarhætti.

Michael Keaton braut síðan annað blað í sögu SAG með því að verða sá fyrsti til að vinna þrenn verðlaun í flokknum, Besta frammistaða leikarahóps í kvikmynd, fyrir The Trial of the Chicago 7. Áður vann hann fyrir birdman (2014) og Spotlight (2015).

- Auglýsing -

Kvikmyndirnar Ma Rainey’s Black Bottom og Minari voru með flestar tilnefningar, þrjár hvor, í flokki kvikmynda. Sú fyrri vann tvenn verðlaun og sú seinni ein. Í flokki sjónvarps voru The Crown og Schitt’s Creek með flestar tilnefningar, fimm hvor. Báðar hlutu tvenn verðlaun. Ozark hlaut fjórar og Dead to Me þrjár. Sú fyrri hlaut ein verðlaun.

Leikkonan Olivia Colman hlaut þrjár tilnefningar, fyrir aukahlutverk í kvikmyndinni the Father og tvær fyrir dramaþáttaröðina the Crown, sem besta leikkona í dramaþáttaröð og sem hluti af besta leikarahóp í dramaþáttaröð. Hlaut hún þau síðasttöldu. Leikarinn Jonathan Majors hlaut tvær tilnefningar, sem hluti af besta leikarahóp í kvikmyndinni Da 5 Bloods og sjónvarpsþáttaröðinni Love Craft Country.

- Auglýsing -

Verðlaunagripurinn

Verðlaun eru veitt fyrir bæði kvikmyndir og sjónvarp, sex verðlaun í fyrri flokknum og níu í þeim seinni. Einnig eru heiðursverðlaun SAG sem Leonardo DiCaprio afhenti Robert De Niro.

Tilnefndar myndir og sjónvarpsþættir voru eftirfarandi, verðlaunahafi hvers flokks er sá fyrstnefndi.

Kvikmyndir

Besti leikarahópur
The Trial of the Chicago 7
Da 5 Bloods
Minari
Ma Rainey’s Black Bottom
One Night in Miami

Besta leikkona í aðalhlutverki
Viola Davis, Ma Rainey’s Black Bottom
Carey Mulligan, Promising Young Woman
Amy Adams, Hillbilly Eulogy
Vanessa Kirby, Pieces of a Woman
Frances McDormand, Nomadland

Besti leikari í aðalhlutverki
Chadwick Boseman, Ma Rainey’s Black Bottom
Riz Ahmed, Sound of Metal
Steven Yeun, Minari
Anthony Hopkins, The Father
Gary Oldman, Mank

Besta leikkona í aukahlutverki
Youn Yuh-jung, Minari
Maria Bakalova, Borat: Subsequent Moviefilm
Olivia Colman, The Father
Glenn Close, Hillbilly Elegy
Helena Zengel, News of the World

Besti leikari í aukahlutverki
Daniel Kaluuya, Judas and the Black Messiah
Chadwick Boseman, Da 5 Bloods
Leslie Odom Jr., One Night in Miami
Sacha Baron Cohen, The Trial of the Chicago 7
Jared Leto, The Little Things

Bestu áhættuatriðin
Wonder Woman 1984
Da 5 Bloods
Mulan
News of the World
The Trial of the Chicago 7

Sjónvarp

Besti leikarahópur í gamanþáttaröð
Schitt’s Creek
Dead to Me
Ted Lasso
The Flight Attendant
The Great

Besti leikarahópur í dramaþáttaröð
The Crown
Better Call Saul
Bridgerton
Lovecraft Country
Ozark

Besta leikkona í sjónvarpssmynd/styttri þáttaröð
Anya Taylor-Joy, The Queen’s Gambit
Cate Blanchett, Mrs. America
Michaela Coel, I May Destroy You
Nicole Kidman, The Undoing
Kerry Washington, Little Fires Everywhere

Besti leikari í sjónvarpssmynd/styttri þáttaröð
Mark Ruffalo, I Know This Much Is True
Hugh Grant, The Undoing
Ethan Hawke, The Good Lord Bird
Bill Camp, The Queen’s Gambit
Daveed Diggs, Hamilton

Besta leikkona í gamanþáttaröð
Catherine O’Hara, Schitt’s Creek
Christina Applegate, Dead to Me
Linda Cardellini, Dead to Me
Kaley Cuoco, The Flight Attendant
Annie Murphy, Schitt’s Creek

Besti leikari í gamanþáttaröð
Jason Sudeikis, Ted Lasso
Dan Levy, Schitt’s Creek
Eugene Levy, Schitt’s Creek
Ramy Youssef, Ramy
Nicholas Hoult, The Great

Besti leikari í dramaþáttaröð
Jason Bateman, Ozark
Sterling K. Brown, This Is Us
Josh O’Connor, The Crown
Bob Odenkirk, Better Call Saul
Regé-Jean Page, Bridgerton

Besta leikkona í dramaþáttaröð
Gillian Anderson, The Crown
Olivia Colman, The Crown
Emma Corrin, The Crown
Julia Garner, Ozark
Laura Linney, Ozark

Bestu áhættuatriðin
The Mandalorian
The Boys
Cobra Kai
Lovecraft Country
Westworld

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -