• Orðrómur

SAG verðlaunin: Parasite brýtur blað í sögu verðlaunahátíðarinnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Screen Actors Guild verðlaunahátíðin fór fram í Shrine Auditorium í Los Angeles í gærkvöldi. Þetta var í 26. skipti sem verðlaunahátíðin fór fram, en verðlaunahafar eru valdir af Screen Actors Guild, sem er stéttarfélag bandarískra leikara.

 

SAG verðlaunin hafa hingað til þótt góð vísbending um hverjir vinna til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni, þó að þær vísbendingar hafi ekki verið alveg upp í tíu í gegnum árin.

- Auglýsing -

Parasite

Kóreska kvikmyndin Parasite braut blað í sögu SAG verðlaunanna, sem fyrsta erlenda myndin til að vera valin sem besta myndin. Myndin fjallar um bláfátæka fjölskyldu í kóreskri borg en einn daginn breytist allt þegar sonurinn fær vinnu við að kenna unglingsstúlku ríkra hjóna. Parasite vann gullpálmann á Cannes í fyrra, og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna.

- Auglýsing -

Kvikmyndirnar Bombshell, Once Upon A Time In Hollywood og The Irishman voru með flestar tilnefningar, fjórar hver, í flokki kvikmynda. Once Upon A Time fékk ein verðlaun, fyrir besta leikara í aukahlutverki. Í flokki sjónvarps var gamanþáttaröðin The Marvelous Mrs. Maisel með flestar tilnefningar, fjórar talsins og fór heim með tvenn verðlaun fyrir bestu gamanþáttaröð og besta leikara í gamanþáttaröð.

Verðlaunagripurinn: Nakinn karlmaður sem heldur á grímum gleði og sorgar.

Verðlaun eru veitt fyrir bæði kvikmyndir og sjónvarp, sex verðlaun í fyrri flokknum og níu í þeim seinni. Einnig eru heiðursverðlaun SAG sem Leonardo DiCaprio afhenti Robert De Niro.

- Auglýsing -

Tilnefndar myndir og sjónvarpsþættir voru eftirfarandi, verðlaunahafi hvers flokks er sá fyrstnefndi.

Kvikmyndir:

Besta mynd
*Parasite
Bombshell
The Irishman
Jojo Rabbit
Once Upon a Time in Hollywood

Besti leikari í aðalhlutverki
* Joaquin Phoenix, Joker
Christian Bale, Ford v Ferrari
Leonardo DiCaprio, Once Upon a Time in Hollywood
Adam Driver, Marriage Story
Taron Egerton, Rocketman

Besta leikkona í aðalhlutverki
*Renee Zellweger, Judy
Cynthia Erivo, Harriet
Scarlett Johansson, Marriage Story
Lupita Nyong’o, Us
Charlize Theron, Bombshell
Renee Zellweger, Judy

Besti leikari í aukahlutverki
*Brad Pitt, Once Upon a Time in Hollywood
Jamie Foxx, Just Mercy
Tom Hanks, A Beautiful Day in the Neighborhood
Al Pacino, The Irishman
Joe Pesci, The Irishman
Brad Pitt, Once Upon a Time in Hollywood

Besta leikkona í aukahlutverki
*Laura Dern, Marriage Story
Scarlett Johansson, Jojo Rabbit
Nicole Kidman, Bombshell
Jennifer Lopez, Hustlers
Margot Robbie, Bombshell

Bestu áhættuatriðin
* Avengers: Endgame
Ford vs Ferrari
The Irishman
Joker
Once Upon a Time in Hollywood

Sjónvarp

Besta dramaþáttaröð
*The Crown
Big Little Lies
Game of Thrones
The Handmaid’s Tale
Stranger Things

Besti leikari í dramaþáttaröð
* Peter Dinklage, Game of Thrones
Sterling K. Brown, This Is Us
Steve Carell, The Morning Show
Billy Crudup, The Morning Show
David Harbour, Stranger Things

Besta leikkona í dramaþáttaröð
*Jennifer Aniston, The Morning Show
Helena Bonham Carter, The Crown
Olivia Colman, The Crown
Jodie Comer, Killing Eve
Elisabeth Moss, The Handmaid’s Tale

Besta gamanþáttaröð
* The Marvelous Mrs. Maisel
Barry”
Fleabag
The Kominsky Method
Schitt’s Creek

Besti leikari í gamanþáttaröð
* Tony Shalhoub, The Marvelous Mrs. Maisel
Alan Arkin, The Kominsky Method
Michael Douglas, The Kominsky Method
Bill Hader, Barry
Andrew Scott, Fleabag

Besta leikkona í gamanþáttaröð
*Phoebe Waller-Bridge, Fleabag
Christina Applegate, Dead to Me
Alex Borstein, The Marvelous Mrs. Maisel
Rachel Brosnahan, The Marvelous Mrs. Maisel
Catherine O’Hara, Schitt’s Creek

Besti leikari í sjónvarpssmynd/styttri þáttaröð
* Sam Rockwell, Fosse/Verdon
Mahershala Ali, True Detective
Russell Crowe, The Loudest Voice
Jared Harris, Chernobyl
Jharrel Jerome, When They See Us

Besta leikkona í sjónvarpssmynd/styttri þáttaröð
*Michelle Williams, Fosse/Verdon
Patricia Arquette, The Act
Toni Collette, Unbelievable
Joey King, The Act
Emily Watson, Chernobyl

Bestu áhættuatriðin
*Game of Thrones
GLOW
Stranger Things
The Walking Dead
Watchmen

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -