Sama þyngd-Sama manneskja-Gjörbreytt útlit: „Vigtin lýgur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þegar kemur að líkamlegri heilsu fólks hefur löngum verið einhlínt á þá tölu sem vigtin sýnir hverju sinni. Því lægri tala því betri heilsa og öfugt. BMI stuðullinn var settur á stall sem hinn eini rétti mælikvarði á líkamlega heilsu og kepptust margir við það nótt sem nýtan dag að troða sér inn í þann mælikvarða.

Með aukinni fræðslu og þekkingu og almennri vitund og samkennd um að ekkert okkar er nákvæmlega eins og aðrir þá hefur þetta sem betur fer breyst. Margir hafa hent vigtinni og nota aðra mælikvarða til að ákvarða ástand líkamlegrar heilsu: hvernig þeim líður í eigin skinni, orka við daglegar athafnir í starfi jafnt og í leik, andleg heilsa, félagsleg tengsl og fleira.

Vefurinn Bored Panda tók saman myndir til að sýna fram á að vigtin lýgur svo sannarlega í mörgum tilvikum. Einstaklingar sendu inn myndir af sér þar sem líkamlegt útlit þeirra er ólíkt á milli mynda, en þyngd þeirra sú sama. Sama á við um tvo eða fleiri einstaklinga, að þeir geta verið í sömu þyngd á vigtinni, en líkamlegt útlit þeirra gjörólíkt.

„Það er bara um 2 kg munur á milli mynda. Ég hef alltaf verið í kringum 63 kg, en minnkaði um sjö buxnastærðir eftir ég breytti líkamsamsetningu minni.“

„Það eru sjö ár á milli myndanna og ég er 63 kg á þeim báðum. Er það ekki galið? Líkami minn lítur allt öðruvísi út, en vigtin spáir ekkert í það.“

„Sama þyngd, ólíkur líkami. 57 kg á þeim öllum. Þannig að þetta snýst ekki alltaf um vigtina.“

„Að minnsta kosti fimm ár á milli mynda og ég er í nokkurn veginn sömu þyngd á þeim báðum.“

„Frá 63 kg í 63 kg. Þegar myndin vinstra megin var tekin þá borðaði ég í óhófi, drakk allt of líf og var með óheilbrigt samband við líkama minn og mat.“

„Ef þú vissir það ekki….Vigtin lýgur! Það er nákvæmlega hálft kíló á milli þessara tveggja mynda. Hálft kíló.“

„Ég er í sömu þyngd núna og í desember.“

„Finnst þér ekkert gerast þar sem vigtin sýnir enga eða litla breytingu. Finndu gamla mynd, farðu í sama bol, taktu nýja mynd og berðu þær saman.“

„Ég er 63 kg á báðum myndum. Ég fór úr 63 kg og stærð 9/10 yfir í 63 kg og stærð 2/4. Þetta getur gerst þegar maður breytir líkamssamsetningunni.“

Fólkið hér fyrir ofan á það sameiginlegt að hætta að einblína á vigtina og einblína á heilsuna. Mun fleiri myndir má sjá á Bored Panda. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -