Saman fyrir Seyðisfjörð – Tónleikaveisla til styrktar samfélaginu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þekktir listamenn og Rauði krossinn vinna nú saman að því að halda rafræna listahátíð til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði. Aurskriður féllu í bænum undir lok árs 2020 með miklu fjárhagslegu tjóni og afleiðingum sem enn eru ekki komnar að fullu í ljós.

Einvalalið tónlistarmanna mun koma og listaverk af öllum toga verða til sýnis.

Listahátíðin fer fram inn á slóðinni samanfyrirseydisfjord.info dagana 25. til 31. janúar.

Vinsælustu tónlistarmenn landsins koma fram og má nefna Ásgeir, Bríet, sillus X Hermigervill, Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalín, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm X Prins Póló X Ívar Pétur, Abby Portner, Sunna Margrét, Sexy Lazer, Samantha Shay X Andrew Thomas Huang, Hrafn Bogdan, Sodill, Crystal Lubrikunt, Forest Law, Augnablik, Rex Pistols, Pamela Angela, MSEA, Una Björg Magnúsdóttir, Nana Anine, Boris Vitazek, Supersport. Þá verða fleiri listamenn kynntir síðar.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og dagskrá verða birtar á Instagram-síðu Saman fyrir Seyðisfjörð. Þar verður einnig hægt að fylgjast með stöðu mála á Seyðisfirði og fá innsýn inn í líf bæjarbúa.

Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum sem safnast, í nánu samstarfi við ýmsa aðila á Seyðisfirði.

Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta sent sms skilaboðin „HJALP“ í númerið 1900 til að gefa 2.900 krónur, eða farið á gefa.raudikrossinn.is/9544 til að millifæra.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -