Scooter heldur risatónleika í Laugardalshöll

Deila

- Auglýsing -

Þýski tecknorisinn Scooter heimsækir Ísland aftur í apríl 2021 og mun sveitin halda risatónleika í Laugardalshöll, þar sem öllu verður tjaldað til. Frábærir íslenskir tónlistarmenn munu sjá um upphitun.

 

Scooter 2019

Scooter kom hingað til lands haustið 2019 og hélt stórkostlega tónleika fyrir fullu húsi í Laugardalshöll. Meðlimir sveitarinnar voru hæstánægðir með tónleikana og viðtökurnar og vildu ólmir koma aftur með enn kröftugri tónleika, en tónleikarnir 2019 voru algjörlega stórkostlegir í alla staði og var stemningin í Höllinni hreint ótrúleg. Stemningin mun hafa verið eins sú besta sem skapast hefur í Höllinni í langan tíma, svo magnaðir voru þessi tónleikar í fyrra.

Scooter mun gera sitt besta til að kvöldið verði sem eftirminnilegast í hljóði og ljósum, sem verður í sérflokki ásamt öðrum búnaði, þar sem sprengjur, leysigeislar og dansarar koma fram með miklum látum.

Scooter og hans fólk hlakka gríðarlega mikið til að mæta aftur og skemmta landanum í apríl 2021 svo ánægðir voru þeir með móttökurnar haustið 2019.

GusGus

Scooter mun þó ekki sjá einir um skemmtunina, því gestir kvöldsins verða risasveitin GUSGUS sem mun hita áhorfendur upp, ásamt raftónlistartvíeykinu ClubDub og DJ Margeir, sem munu keyra partýið upp áður en sjálfur Kóngurinn Scooter mætir á svæðið og rífur þakið af Höllinni líkt og hann gerði síðast og fékk geggjaða dóma fyrir.

Dj Margeir
ClubDub

Hvar og hvenær: Laugardalshöll miðvikudagskvöldið 21. april 2021 (athugið frídagur daginn eftir)

Miðasala: Almenn miðasala hefst á Tix.is föstudaginn 3. júli kl. 12.00.
Forsala fyrir áskrifendur póstlista Tix.is verður fimmtudaginn 2. júlí.

- Advertisement -

Athugasemdir