2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Secret Solstice tilkynnir fyrstu nöfn hátíðarinnar 2020: Cypress Hill, Primal Scream og TLC koma fram

  Secret Solstice tónlistarhátíðin verður haldin í sjöunda sinn 26. – 28. júní 2020. Tónlistarhátíðin hefur verið einn af stærstu tónleikaviðburðum ársins og þekktir íslenskir og erlendir tónlistarmenn hafa laðað að fjölda íslenskra og erlendra tónlistargesta.

   

  Stór og þekkt nöfn hafa komið fram á fyrri hátíðum og verður árið í ár enginn eftirbátur samkvæmt fyrstu tilkynningu um tónlistarmenn sem munu koma fram.

  Fyrst ber að nefna hina mögnuðu Hip Hop hljómsveit Cypress Hill ásamt ameríska rapparanum LIL Pump. Með þeim eru bresku Indírokkararnir í Primal Scream og r‘n‘b súpergrúbban TLC sem gerðu garðinn frægan seint á síðustu öld með lögum eins og Waterfall og Scrubs. Auk þeirra eru fleiri en 20 listamenn sem flokkast í allt frá rokki, danstónlist, rappi og hip hop tónlist. Þeirra á meðal eru MEDUZ, Regard, Hayden James, Hot Dub Timemachine.

  AUGLÝSING


  Cypress Hill hefur heillað rappáhugafólk jafnt sem rokkhunda frá því hún ruddist fram á sjónarsviðið á fyrri hluta tíunda áratugarins. Það var önnur plata Cypress Hill, Black Sunday árið 1993, sem gerði þá að stórstjörnum, en hún inniheldur smelli á borð við I Wanna Get High, Hits From the Bong og When the Shit Goes Down, að ógleymdu vinsælasta lagi sveitarinnar frá upphafi, Insane in the Brain.

  TLC sem eru ein söluhæsta stúlknasveit allra tíma í Ameríku munu koma fram á opnunarkvöldi hátíðarinnar föstudagskvöldið 26. júní. Þar munu þær flytja alla sína helstu slagara, Waterfalls, No Scrubs og Creep. Stelpurnar hafa selt um 70 miljón plötur seldar og eru með 4 Grammy-verðlaun á ferilskránni. Þær mæta til landsins með 20 manna hóp sem mun halda frá Íslandi til Englands þar sem þær spila síðan á Glastonbury hátíðinni.

  Skoska sveitin Primal Scream spilar nú loksins á Íslandi og mun loka hátíðinni sunnudagskvöldið 28. júní, eftir að hafa þurft að hætta við tónleika sína á Uxahátíðinni á Kirkjubæjarklaustri árið 1995 vegna veikinda. Það eru þó allar líkur á að biðin hafi verið vel þess virði, því tónleikar hljómsveitarinnar eru sagðir verða enn betri með hverju ári sem líður.
  Platan Screamadelica frá árinu 1991 er af mörgum gagnrýnendum talin vera ein af bestu plötum 10. áratugarins. Það var á þeirri plötu sem Primal Scream náði almennri lýðhylli, en lögin Loaded og Movin’ On Up trylltu lýðinn sitt hvoru megin við Atlantshafið — hið fyrrnefnda á Bretlandseyjum og síðarnefnda í Bandaríkjunum. Á plötum sem fylgdu í kjölfarið var að finna stórsmelli á borð við Rocks, Jailbird og Country Girl, en allt eru þetta lög sem hljóma reglulega á öldum ljósvakans enn í dag.

  Fyrir dansþyrsta ættu Meduza, Regard og Hayden James að kæta. Meduza eru tilnefndir til Grammy verðlauna í ár og með yfir 600 miljón streymi síðustu misseri og Regard varð frægur á svipstundu þegar lag hans Ride it varð „viral“ á samfélagsmiðlinum Tik Tok. Fleiri erlendir listamenn eru svo norska hljóðundrið Sturle Dagsland og ástralska vídeó/hljóð grúbban Hot Dub Time Machine frá Ástralíu.

  Á meðal íslenska tónlistarmanna sem koma munu fram má nefna Krumma sem kemur og spilar alvöru kántrý, rokk, þjóðlega og blús tónlist. JóiPé og Króli, Sprite Zero Klan, Danill, Tómas Welding, Frid, Rokky, Elli Grill, Séra Bjössi og plötusnúðurinn Ingi Bauer.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum