Séð og Heyrt spáir í Óskarinn: Þessi fá Óskarsverðlaun

Deila

- Auglýsing -

Óskarsverðlaunin fara fram í kvöld í Dolby leikhúsinu í Los Angeles og er það í 92. skipti sem hátíðin fer fram en hún er langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum. RÚV sýnir beint frá hátíðinni og hefst útsending frá rauða dreglinum á miðnætti og verðlaunahátíðin sjálf klukkan eitt.

 

Kvikmyndin Joker fær flestar tilnefningar, alls 11 talsins. Þar á meðal okkar kona, Hildur Guðnadóttir tónskáld fyrir bestu tónlist. Kvikmyndirnar 1917, The Irishman og Once Upon a Time in Hollywood eru með 10 tilnefningar hver. Little Women og Parasite koma svo þar á eftir með sex hver.

Veitt eru verðlaun í 24 flokkum og hér fyrir neðan má sjá alla flokkana, tilnefnda og álit blaðamanns Séð og Heyrt á hver mun hljóta Óskar í hverjum flokki.

Besta kvikmynd:
Ford v Ferrari
The Irishman
Jojo Rabbit
Joker
Little Women
Marriage Story
1917
Once Upon a Time in Hollywood
Parasite
*Níu myndir keppa um að vera sú besta og af þeim eru 1917, Joker og Parasite fremstar. 1917 var valin sú besta á BAFTA og Golden Globe og tekur styttuna hér líka enda einstök mynd að öllu leyti.

Mynd / CBS

Besti leikstjóri:
Martin Scorsese, The Irishman
Todd Phillips, Joker
Sam Mendes, 1917
Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood
Bong Joon-ho, Parasite
*Hér er vandi að velja og sennilega jafnt á metunum hjá Mendes og Tarantino, ég tel að sá fyrri fái styttuna líkt og á BAFTA og Golden Globe.

Leikkona í aðalhlutverki:
Cynthia Erivo, Harriet
Scarlett Johansson, Marriage Story
Saoirse Ronan, Little Women
Charlize Theron, Bombshell
Renee Zellweger, Judy
*Renee Zellweger sýnir stórgóðan leik sem leik- og söngkonan Judy Garland á hennar lokaskeiði í annars litlausri og leiðinlegri mynd. Zellweger er búin að fá BAFTA og Golden Globe og rúllar þessu upp líka.

Mynd / CBS

Leikari í aðalhlutverki:
Antonio Banderas, Pain and Glory
Leonardo DiCaprio, Once Upon a Time in Hollywood
Adam Driver, Marriage Story
Joaquin Phoenix, Joker
Jonathan Pryce, The Two Popes
*Joaquin Phoenix punktur.

Mynd / CBS

Leikkona í aukahlutverki:
Kathy Bates, Richard Jewell
Laura Dern, Marriage Story
Scarlett Johansson, Jojo Rabbit
Florence Pugh, Little Women
Margot Robbie, Bombshell
*Laura Dern er búin að vera ansi sigursæl, en ég er fullviss á að akademíumeðlimir sjá að Margot Robbie á styttuna frekar skilið.

Mynd / CBS

Leikari í aukahlutverki:
Tom Hanks, A Beautiful Day in the Neighborhood
Anthony Hopkins, The Two Popes
Al Pacino, The Irishman
Joe Pesci, The Irishman
Brad Pitt, Once Upon a Time in Hollywood
*Brad Pitt tekur þennan flokk fyrir ástaróðinn til Hollywood.

Mynd / CBS

Handrit:
Knives Out
Marriage Story
1917
Once Upon a Time in Hollywood
Parasite
*5 frábær handrit, Parasite það skemmtilegasta, snúnasta og óvæntasta.

Handrit byggt á áður útgefnu efni:
The Irishman
Jojo Rabbit
Joker
Little Women
The Two Popes
*Joker tekur þessi verðlaun, enda gjörsamlega frábærlega farið með efnið.

Klipping:
Ford v Ferrari
The Irishman
Jojo Rabbit
Joker
Parasite
*Ford vs. Ferrari tekur þennan flokk.

Kvikmyndataka:
The Irishman
Joker
The Lighthouse
1917
Once Upon a Time in Hollywood
*1917 ekki spurning.

Besta erlenda kvikmynd:
Corpus Christi
Honeyland
Les Miserables
Pain & Glory
Parasite
*Hef bara séð tvær af þessum fimm, en það getur engin toppað Parasite.

Frumsamin tónlist:
Joker
Little Women
Marriage Story
1917
Star Wars: The Rise of Skywalker
*Allir með fleiri en eina heilafrumu sjá að Hildur Guðnadóttir á verðskuldað að fá verðlaunin.

Búningahönnun:
The Irishman
Jojo Rabbit
Joker
Little Women
Once Upon a Time in Hollywood
*Little Women tekur þennan flokk.

Hljóðblöndun:
Ad Astra
Ford v Ferrari
Joker
1917
Once Upon a Time in Hollywood
*Hef enga þekkingu hér, en segi Joker.

Hljóðklipping:
Ford v Ferrari
Joker
1917
Once Upon a Time in Hollywood
Star Wars: The Rise of Skywalker
*Hef enga þekkingu hér, en segi aftur Joker.

Teiknimynd:
How to Train Your Dragon: The Hidden World
I Lost My Body
Klaus
Missing Link
Toy Story 4
*Hef séð tvær af fimm hér, Missing Link var einstaklega skemmtileg og spái henni styttu

Besta lag úr kvikmynd:
I Can’t Let You Throw Yourself Away, Toy Story 4
(I’m Gonna) Love Me Again, Rocketman
I’m Standing With You, Breakthrough
Into the Unknown, Frozen II
Stand Up, Harriet
*Það er til háborinnar skammar að Elton John hafi enn ekki fengið Óskar, akademían girðir sig loks í brók og færir honum styttu fyrir frábært lag í frábærri mynd.

Heimildarmynd:
American Factory
The Cave
The Edge of Democracy
For Sama
Honeyland
*Ekki séð neina, en American Factory eða The Edge of Democracy hljómar eins og myndir sem munu fá styttu.

Heimildarmynd (stutt):
In the Absence
Learning to Skateboard in a War Zone if You’re a Girl
Life Overtakes Me
St. Louis Superman
Walk, Run, Chacha
*Ekki séð neina, giska bara á In the Absence.

Listræn hönnun:
The Irishman
Jojo Rabbit
1917
Once Upon a Time in Hollywood
Parasite
*Allar eiga Óskar skilið, Once Upon a Time in Hollywood tekur þennan flokk.

Tæknibrellur:
Avengers: Endgame
The Irishman
The Lion King
1917
Star Wars: The Rise of Skywalker
*1917 enda snillingar þar að baki.

Hár og förðun:
Bombshell
Joker
Judy
Maleficent: Mistress of Evil
1917
*Bombshell, breytingin á Charlize Theron ein og sér á skilið styttu.

Stuttmynd (leikin):
Brotherhood
Nefta Football Club
The Neighbors’ Window
Saria
A Sister
*Ekki séð neina, Brotherhood hljómar sem stytta.

Stuttmynd (teiknuð):
Dcera (Daughter)
Hair Love
Kitbull
Memorable
Sister
*Ekki séð neina, Memorable hljómar sem stytta.

- Advertisement -

Athugasemdir