Öldungardeildarþingmaðurinn Bernie Sanders vakti mikla athygli á setningarathöfn Joe Biden forseta Bandaríkjanna.
Það var þó ekki Sanders sjálfur, ræða eða annað, sem vakti kátínu netverja, heldur frekar klæðaburður hans. En Sanders mætti vel klæddur með vettlinga á höndum. Vettlingana fékk Sanders að gjöf frá kennaranum Jen Ellis, sem er frá Vermont líkt og öldungadeildarþingmaðurinn. Í frétt á Vogue segir að hanskarnir séu gerðir úr endurnýttri ull úr peysum og ullin saumuð saman við flís úr endurnýttum plastflöskum.
Nú getur þú tekið grínið enn lengra og skemmt þér það sem eftir lifir vinnudagsins í að setja Bernie hvar sem er.
Heimasíðan bernie-sits.herokuapp.com er komið í loftið og þar getur þú slegið inn hvaða heimilisfang sem er og Bernie dúkkar upp þar fyrir utan. Á örskotsstundu var hann mættur í heimsókn á Alþingi og skrifstofur Birtíngs í Síðumúla.