Sest Bernie fyrir utan hjá þér? – Ferðast um allan heim á methraða

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Öldungardeildarþingmaðurinn Berni­e Sanders vakti mikla athygli á setningar­at­höfn Joe Biden forseta Bandaríkjanna.

Það var þó ekki Sanders sjálfur, ræða eða annað, sem vakti kátínu netverja, heldur frekar klæðaburður hans. En Sanders mætti vel klæddur með vettlinga á höndum. Vettlingana fékk Sanders að gjöf frá kennaranum Jen Ellis, sem er frá Vermont líkt og öldungadeildarþingmaðurinn. Í frétt á Vogue segir að hanskarnir séu gerðir úr endur­nýttri ull úr peysum og ullin saumuð saman við flís úr endur­nýttum plast­flöskum.

Nú getur þú tekið grínið enn lengra og skemmt þér það sem eftir lifir vinnudagsins í að setja Bernie hvar sem er.

Heimasíðan bernie-sits.herokuapp.com er komið í loftið og þar getur þú slegið inn hvaða heimilisfang sem er og Bernie dúkkar upp þar fyrir utan. Á örskotsstundu var hann mættur í heimsókn á Alþingi og skrifstofur Birtíngs í Síðumúla.

Sanders fyrir utan skrifstofur Birtíngs

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

­Ísold og Una Lind eiga von á barni

Parið Ísold Ugga­dóttir, kvik­mynda­gerðar­kona, og Una Lind Hauks­dóttir, mannfræðingur, eiga von á barni. Parið tilkynnti gleðitíðingin í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -