2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Sigga Dögg selur suður með sjó – „Viltu kaupa húsið mitt?“

  Sigríður Dögg Arnardóttir, Sigga dögg, kynfræðingur hefur sett íbúð sína í Reykjanesbæ á sölu.

   

  Íbúðin er 139 fm að stærð, á efri hæð í tvíbýli, og var húsið byggt árið 1964.

  Íbúðin er fimm herbergja og skiptist meðal annars í stofu og borðstofu, fjögur svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Íbúðinni fylgir 52,4 bílskúr.

  Íbúðin er á góðum stað í suðurnesjabænum, stutt í grunnskóla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og helstu íþróttamannvirki bæjarins.

  AUGLÝSING


  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  „Húsið mitt er komið á SÖLU! Það er vottað andahreinsað og gefur af sér einkar góða ritstrauma en ég hef skrifað þrjár skáldsögur hér og er að vinna í þeirri fjórðu svo einhver er sköpunarkrafturinn! Það er líka álfasteinn fyrir framan hús sem er sérstaklega næs og við fáum morgunsólina inn um svefnherbergisgluggann (og á svalirnar þar fyrir utan!) og svo síðdegissólina á svalirnar fyrir framan hús svo já sólarmegin í lífinu! Húsið er einni götu frá sundlaug og grunnskóla og móa – mikilvægir þættir í lífi sérhvers barns og fullorðins með barnshjarta. Viltu kaupa húsið mitt?,“ skrifar Sigga Dögg á Facebook.

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum