Sigga Dögg selur suður með sjó – „Viltu kaupa húsið mitt?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigríður Dögg Arnardóttir, Sigga dögg, kynfræðingur hefur sett íbúð sína í Reykjanesbæ á sölu.

 

Íbúðin er 139 fm að stærð, á efri hæð í tvíbýli, og var húsið byggt árið 1964.

Íbúðin er fimm herbergja og skiptist meðal annars í stofu og borðstofu, fjögur svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Íbúðinni fylgir 52,4 bílskúr.

Íbúðin er á góðum stað í suðurnesjabænum, stutt í grunnskóla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og helstu íþróttamannvirki bæjarins.

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

„Húsið mitt er komið á SÖLU! Það er vottað andahreinsað og gefur af sér einkar góða ritstrauma en ég hef skrifað þrjár skáldsögur hér og er að vinna í þeirri fjórðu svo einhver er sköpunarkrafturinn! Það er líka álfasteinn fyrir framan hús sem er sérstaklega næs og við fáum morgunsólina inn um svefnherbergisgluggann (og á svalirnar þar fyrir utan!) og svo síðdegissólina á svalirnar fyrir framan hús svo já sólarmegin í lífinu! Húsið er einni götu frá sundlaug og grunnskóla og móa – mikilvægir þættir í lífi sérhvers barns og fullorðins með barnshjarta. Viltu kaupa húsið mitt?,“ skrifar Sigga Dögg á Facebook.

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...