• Orðrómur

Sigga og Grétar í Stjórninni dansa fyrir gott málefni: „Elska ykkur í döðlur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson, sem þekktust eru sem meðlimir Stjórnarinnar, létu gott af sér leiða í morgun þegar þau dönsuðu fyr­ir átakið „Dansað fyr­ir Duchenne“.

Hulda Björk Svans­dótt­ir og Ægir Þór sonur hennar, sem er með Duchenne-vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn, hafa fengið þekkta einstaklinga til að dansa með sér. Daði og Gagnamagnið, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðskona í fótbolta, Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hafa dansað með þeim mæðginum, svo nokkur séu nefnd.

„Haldið ykkur fast því við fengum enga aðra en stórstjörnurnar Grétar Örvars og Siggu Beinteins í föstudagsfjörið okkar til að dansa fyrir Duchenne. Ég er svo mikill aðdáandi þeirra og böllin þeirra eru náttúrlega bestu böll í heimi,“ segir Hulda Björk um myndbandið í dag.

- Auglýsing -

„Ég verð að leiðrétta það sem ég sagði í videoinu að þetta væri besti árangur Íslands því eins og við vitum öll var Jóhanna Guðrún auðvitað í öðru sæti 2009 og alveg geggjuð, ég biðst afsökunar á þessari vitleysu í mér en ég var bara svo star struck að hitta þau Siggu og Grétar að ég gleymdi mér . Við Ægir vorum að reyna að líkja eftir búningunum sem þau voru í í keppninni þegar þau tóku þátt en þau voru reyndar mun flottari. Ég er þeim svo ótrúlega þakklát að gefa sér tíma í þetta. Sigga og Grétar ég elska ykkur í döðlur og ég hlakka til að komast á gott Stjórnarball. Vonandi komast allir í Eurovision stuð og það verður geggjað partý á Laugardaginn þegar Daði og Gagnamagnið rústa keppninni. Áfram Ísland.“

Hulda Björk var í forsíðuviðtali Mannlífs árið 2019, sem lesa má í heild sinni hér:
Versta martröð hvers foreldris

Sjá einnig: Sjáðu takta Söru Bjarkar á dansgólfinu – „Geggjað gaman“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Páll Óskar lítur upp í ljós með Huldu og Ægi – Sjáðu myndbandið

Sjá einnig: Alma og Víðir dansa til styrktar góðu málefni – Sjáðu myndbandið

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Magnús stýrir brekkusöngnum í ár

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi mun stýra Brekkusöngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1. ágúst.Magnús...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -