• Orðrómur

Sigga Toll missti tvær systur úr krabbameini: „Notuðum aldrei það orð“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigríður Thorlacius, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, missti tvær systur sínar úr krabbameini.

Sigríður, sem best er þekkt sem Sigga Toll, er yngst fimm systra, en tvær systur hennar fengu heilaæxli og létust með stuttu millibili, Ingileif árið 2010 og Sólveig árið 2014. Ingileif var búin að vera lengi veik og segir Sigga að þegar hún lést hafi farið í gang ákveðið ferli: „þar sem fólk reynir að hlúa að hvert öðru og sjálfum sér. Og það er kannski mín upplifun að það hafi verið að skríða saman þegar hin systir mín greinist þremur árum seinna.“

Sólveig var veik í ár og lést eftir stutta baráttu í sumarbyrjun 2014.

- Auglýsing -

Sigga er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á stórafmælisári 2021. Birtar verða 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Krabbameinsfélagið er rekið fyrir sjálfsaflafé með stuðningi frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Fólk er hvatt til að fylgjast með á Instagram og Facebook, myllumerkið er #70andlit

Sigga segir að hún hafi áttað sig á því nýlega að fjölskyldan hafi ekki notað orðið krabbamein. „Þær fengu heilaæxli og við notuðum það. Og ég velti fyrir mér hvort að það sé út af því að þetta er svo rosalega stórt orð og erfitt að segja,“ segir Sigga og segir hræðslu hjá hennar fólki þegar kemur að höfuðverkjum.

- Auglýsing -

Sigga segir það hluta af hennar bataferli að taka þátt í einhverju starfi sem skipti máli, að vita að hennar fjármunir myndu fara til rannsókna, fræðslu og forvarna og ráðgjafar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Hún gerðist því Velunnari Krabbameinsfélagsins og hefur verið það í rúman hálfan áratug.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -