• Orðrómur

Sigríður Jóna og Jón Viðar eignuðust son: „Hélt að það myndi bókstaflega líða yfir mig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bardagakappaparið Sigríður Jóna Rafnsdóttir og Jón Viðar Arnþórsson eignuðust dreng á páskadag. Sonurinn er þeirra fyrsta barn saman, en Jón Viðar á son frá fyrra sambandi.

Jón Viðar greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum og segir fæðinguna hafa verið erfiða, en allt farið vel.

„Eftir mikið stríð í 2 sólarhringa, hérna á Landspítalanum, endaði þetta með „harakiri“ – samurai style. Keisaraskurði. Hef aldrei verið eins stressaður. Var farinn að hafa meiri áhyggjur af sjálfum mér en Siggu. Hélt það myndi bókstaflega líða yfir mig á skurðstofunni.

- Auglýsing -

En þvílík hetja er hún, allar þessar kvalir sem hún fór gegnum þessa tvo sólarhringa, ég hefði ekki þolað brot af þeim. Strákurinn er góður og Sigga er að jafna sig hratt. Hann er 16 merkur, 55 cm, fæddist kl 22:23 í gær! …og auðvitað fullkominn,” segir Jón Viðar og þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir.

„Langar að þakka öllu þessu frábæra fólki sem starfar á Landspítalanum og hjálpaði okkur í gegnum þetta. Eigum varla til orð.“

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -