• Orðrómur

Sigur Rós sýknuð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af ákæru fyrir meiriháttar skattalagabrot. Allir nema Kjartan Sveinsson voru ákærðir fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til 2014.

RÚV greinir frá.

Allir neituðu þeir sök og kröfðust þess að málinu væri vísað frá dómi þar sem þeim hefði þegar verið gerð refsing og greitt 76 milljónir í álag. Í dóminum kom fram að ef meðlimir yrðu sakfelldir fælist í því tvöföld refsing, sem nú væri bönnuð með breyttri löggjöf.

- Auglýsing -

Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, var einnig sýknaður af ákæru um skattsvik í tengslum við samlagsfélagið Frakk, en þau voru talin nema um 190 milljónum króna.

Í október í fyrra sendi sveitin frá sér tilkynningu um að fjármálaráðgjafi þeirra hefði blekkt þá. Málið vakti mikla athygli hér heima, sem og erlendis, enda Sigur Rós ein þekktari sveit landsins og vinsæl um allan heim. Eignir að verðmæti um 800 milljón voru kyrrsettar um tíma, fasteignir, ökutæki, bankareikninga og hlutafé í fyrirtækjum.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Magnús stýrir brekkusöngnum í ár

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi mun stýra Brekkusöngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1. ágúst.Magnús...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -