SinfoNord hljóðritar tónlist þáttaraðar Juliu Stiles

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þriðja þáttaröð Riviera, með Juliu Stiles í aðalhlutverki kemur í sýningar seinna á þessu ári. Fyrsta mynd þeirra hefur nú litið dagsins ljós, tekin í Argentínu, og þar má sjá Stiles ásamt meðleikara hennar, Rupert Graves (Sherlock), sem kemur nýr í þættina í þriðju þáttaröðinni.

 

Þættirnir voru teknir upp í Argentínu, Ítalíu og Frakklandi. En það sem er þó merkilegast, fyrir okkur Íslendinga allavega, er að tónlistin var tekin upp hér á landi, nánar tiltekið á Akureyri.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson,  tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, greinir frá í færslu á Facebook. Um er að ræða þriðja titilinn sem Kvikmyndahljómsveit Íslands, SinfoniaNord/Sinfoníuhljómsveit Norðurlands, hljóðritar í vor.

Ilan Eshkeri samdi tónlistina og upptökustjóri var Grammyverðlaunahafinn Steve Maclaughlin. Atli Örvarsson stjórnaði SinfoniaNord í Menningarhúsinu Hofi.

Framundan eru upptökur fyrir breskan framleiðanda sem heita Safari Riot, og þýskan framleiðanda sem heitir Francesco Donadello,  Benedikt Búálf, Abababb myndina sem er nú í startholunum, JOKER kvikmyndatónleikar og tónleikar með Andrea Bocelli, að sögn Þorvaldar Bjarna.

„Þetta er staðreynd: Það er allt að gerast fyrir norðan,“ segir Þorvaldur Bjarni.

Riviera fjalla um safnvörðinn Georgina (Stiles), sem missir eiginmann sinn, milljarðamæringinn Constantine Clios, þegar snekkjan hans springur í loft upp. Þegar hún grennslast nánar fyrir um orsök slyssins flækist hún í heim glæpa og lyga.

Í þriðju þáttaröðinni er Georgina rísandi stjarna í listaheiminum, þegar kemur að varðveislu ómetanlegra listaverka, og kallar hún sig nú Georgina Ryland. Hún yfirgefur frönsku rivíeruna til að leita að stolnum listaverkum víða um heim.

Í viðtali við Variety sagði Stiles að þriðja þáttaröðin væri sú metnaðarfyllsta til þessa.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrstu þáttaraðar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -