Sippubandið sem þú tímir ekki að nota

Deila

- Auglýsing -

Líkamsræktarspekingar hafa löngum haldið því fram að það að sippa sé einföld, ódýr og þægileg hreyfing sem má stunda hvar sem er og hvenær er. Það eina sem þú þarft ert þú sjálf/ur og sippubandið.

 

Það er þó hætt við því að þeir sem strauja kortið fyrir þessu sippubandi hér tími einfaldlega ekki að nota það. Á heimasíðunni Farfetch.com er til þetta einstaka sippuband úr beyki og leðri sem franski tískurisinn Hermés sendi frá sér árið 2013.

Myndir þú kaupa þetta sippuband?

Verðmiðinn? Litlar 107.000 kr. eða 762 dollarar.

Rándýrt sportlíf

Áhugasömum kaupendum er bent á að sippubandið hefur lifað fyrra lífi og gæti sagt sögu sína með minni göllum, já bara svona eins og við mennirnir.

- Advertisement -

Athugasemdir