• Orðrómur

Sjáðu innlit í stærsta og dýrasta einbýlishús í heimi: Næturklúbbur, 5 sundlaugar, kvikmyndasalur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

The One, dýrasta og stærsta einbýlishús í íbúðabyggð í heiminum, er loksins komið á sölu eftir átta ára hönnunar- og byggingarferli.

Fasteignin sem er hugarsmíð Nile Niami er í Bel Air, Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og er á stærð við litla verslunarmiðstöð, eða um 9.290 fermetrar. Sem dæmi til samanburðar þá er Smáralind 62.200 fermetrar að stærð.

Árið 2015 sagði Niami að í húsinu yrði næturklúbbur, herbergi fyrir fersk blóm, sælgætisherbergi, kælt herbergi með ísbar og herbergi þar sem yrðu ker með lifandi marglyttum. Sumar af hugmyndunum fuku af teikniborðinu, eins og sú síðasttalda sem þótti of dýr og kostnaðarsöm. Ísbarinn, fersku blómin og eldhús með veisluþjónustu fengu einnig að fjúka.

- Auglýsing -

Næturklúbburinn, herbergið með nammi á veggjum, 50 bíla bílskúr, fjögurra brauta keilusalur og innanhúss sundlaug sem uppfyllir olympíustaðla eru á meðal þess sem fengu að vera. Það eru líka fimm útisundlaugar.

Á meðal þess sem kaupandi The One fær líka er heimabíósalur á stærð við og að gæðum á við besta kvikmyndahús, snyrtistofa, 20 svefnherbergi, þar af aðalsvefnherbergi sem er stærra er margar villur í Kaliforníu. Því svefnherbergi fylgir einkasundlaug og tvö fataherbergi, sem hvort er á stærð við stærðarinnar svefnherbergi.

- Auglýsing -

Sitt sýnist hverjum um byggingarstíl The One og hafa einhverjir líkt byggingunni við spítala eða stofnun á meðal aðrir segja að stíllinn muni standa tímans tönn.

Verðmiðinn er ekki fyrir hvern sem er, þó að sögur hermi að hann hafi lækkað, meðal annars vegna fjárhagserfiðleika Niami, sem á yfir höfði sér fjárnám kröfuhafa vegna The One og fleiri eigna. Niami gaf þær yfirlýsingar í upphafi að hann myndi selja húsið á 500 milljónir dollara, en það eru „aðeins“ 340 milljónir dollara settar á The One og er það tvöfalt hærra verð en fyrir dýrustu heimili í sögu Kaliforníu. Sem dæmi má nefna að Jeff Bezos borgaði 165 milljónir dollara í apríl 2020 fyrir heimili sitt í Beverly Hills. The One er einnig um 100 milljónum dýrara en dýrasta heimili sem selt hefur verið í sögu Bandaríkjanna, þegar Ken Griffin greiddi 238 milljónir dollara fyrir penthouseíbúð sína í New York 2019.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nile Niami (@nileniami)

- Auglýsing -

Eins og áður sagði hófust framkvæmdir 2012, en The One var ekki tilbúið fyrr en í janúar á þessu ári og þá sett á sölu. Í mars var eignin ekki seld og gáfu fjárfestar Niami þá þriggja mánaða frest til að gera upp skuld sína við þá annars myndu þeir leysa eignina til sín með fjárnámi. Það er því ekki setunnar boðið að gera tilboð og byrja að pakka.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -