2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Skæruliðar gerðu tilraun til að ræna Lindu: „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“

  Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Ungfrú Ísland og Ungfrú Heimur, rifjar í gær upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins í Miss World 17. nóvember árið 1988.

   

  „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu sjávarþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ segir Linda. „Á þessum degi fyrir mörgum árum síðan breyttist líf mitt að eilífu.“

  Ferðaðist til 32 landa á einu ári

  Linda ferðaðist víða um heim sem fulltrúi keppninnar, til alls 32 landa, segir hún að á þessum ferðalögum hafi hún séð það besta og það versta í fari mannfólksins.

  AUGLÝSING


  Minnistæðasta ferðin hennar var til El Salvador en þá geisaði þar borgarastyrjöld. Linda og fleiri í hennr voru á leið með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili, sem nunnur ráku. Það tókst auk þess sem hópurinn safnaði fé til styrktar heimilinu.

  „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta mitt á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“

  Vopnaðir lífverðir fylgdu Lindu hvert sem hún fór og stóðu vaktina fyrir utan hótelherbergi hennar allan sólarhringinn. Linda sá með eigin augum hvaða áhrif styrjöld hefur. „Að heyra skothríð allan sólarhringinn er eitthvað sem enginn vill búa við. Við heimsóttum fjölskyldu í San Salvador og þar sá ég áhrifin sem stríðið var búið að hafa á þau. Heimilisfaðirinn var andlega örmagna,“ segir hún.

  Tilraun til mannráns

  Þáverandi forseti landsins, Alfredo Cristiani, bau henni til hádegisverðar. Nóttina eftir reyndu skæruliðar að ræna henni.

  „Nóttina eftir fundinn við forsetann var ég vakin upp með látum en skæruliðasamtök (guerillas) höfðu gert tilraun til mannráns. Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ segir Linda og bætir við að eftir að hafa lagt nám á stjórnmálafræði, skilji hún enn betur nú, hversu eldfimar þessar aðstæður voru.

  „Ég er þakklát fyrir tækifærið að hafa verið Ungfrú Heimur, og ég er enn þann dag í dag tengd MW fyrirtækinu, rúmum þrem áratugum síðar.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum