Skelltu í þekktan smell 80´s: Herðapúðar frá helvíti – Sjáðu myndbandið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

The Voice hóf sýningar 1. mars í Bandaríkjunum, en um er að ræða 20. þáttaröð þessara geysivinsælu veruleikaþátta, sem snúast um að finna næstu söngstjörnu.

Dómararnir fjórir eru engir byrjendur í bransanum: Blake Shelton hefur verið með frá upphafi, John Legend er með í fimmta sinn, Kelly Clarkson í það sjöunda og Nick Jonas snýr aftur, en hann var dómari í 18. þáttaröðinni.

Til að fagna því að þáttaröðin er farin af stað ákváðu fjórmenningarnir að heiðra níunda áratuginn eða 80´s eins við þekkjum hann, og syngja þekktan smell þess áratugar, Together Forever. Rick Astley gerði lagið ódauðlegt og mun hann ávallt vera samtengdur við þennan dansvæna smell.

Dómararnir hafa ekki hugmynd um að ég verð betri með hverjum degi,” segir Jonah. „Byrjandinn er orðinn meistarinn. Bardagakappi sefur aldrei.“

The Voice eru afurð NBC sjónvarpsstöðvarinnar, en eins og alþjóð veit þá vann Kelly Clarkson fyrstu þáttaröð American Idol 2002, sem eru aðal keppinauturinn The Voice. American Idol var þá sýnt á Fox sjónvarpsstöðinni, og gekk þar í 15 þáttaraðir. Eftir 2 ára pásu var þáttaröðin endurvakin af ABC og hefur gengið þar í fjórar, um miðjan febrúar byrjaði sú nítjánda.

Rick Astley sjálfur var hæstánægður með endurgerðina.

Hér er svo lagið í upphaflegri útgáfu Rick Astley.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -