2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Skemmtiþáttur í sárabætur fyrir Eurovision: Keppendur taka þátt

  Aðstandendur Eurovision-keppninnar, undirbúa nú tveggja klukkustund skemmtiþátt sem sýndur verður í 16. maí, daginn sem úrslitakvöld Eurovision átti að fara fram.

   

  Þátturinn hefur fengið nafnið Eurovision: Europe Shine A Light, og verða öll login, 41 talsins, sem keppa áttu í ár heiðruð á „ókeppnislegan hátt“ eins og segir í yfirlýsingu EBU.

  Allir flytjendur munu taka þátt, og þá Daði Freyr og Gagnamagnið líka í að flytja sígilt Eurovisionlag, hver á sínum stað. Þrír kynnar verða, öll hollensk, Chantal Janzen, Edsilia Rombley (Eurovision 1998 og 2007) og Jan Smit.

  Kynnarnir þrír.

  AUGLÝSING


  Auk þess verða ýmis skemmtiatriði í boði og fyrri Eurovision-förum verður boðið að taka þátt í að sameina Evrópu í song, með eldri þekktum lögum, flutt á þekktum stöðum í Evrópu.

  Keppendur 2020

  Samfélagsmiðlastjarnan NikkieTutorials hefur verið fengin til að útbúa efni fyrir samfélagsmiðla vegna þessarar einstöku útsendingar.

  NikkieTutorials

  Nánari upplýsinga um útsendinguna er að vænta á næstu vikum. Jon Ola Sand, fráfarandi framkvæmdastjóri keppninnar, segir að hann voni að sem flestir meðlimir EBU sjónvarpi þættinum 16. maí. Þannig megi stuðla að aukinni samheldni í Evrópu, sem er aðalsmerki Eurovision.

  Jon Ola Sand

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum