• Orðrómur

Söguleg tíðindi á Grammy: Beyoncé og Taylor Swift slá met

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu báðar nöfn sín á spjöld sögunnar og slógu met í sögu Grammy-verðlaunahátíðarinnar í gær. Beyoncé með flest verð­laun kvenna í sögu Grammy og Taylor varð fyrst kvenna til að hljóta þrjú verð­laun fyrir bestu plötuna.

Beyoncé setti nýtt met í sögu Grammy-verðlaunanna þegar hún vann þau í 28. sinn. Hún er því sigursælust kvenna og sló met bluegrass söngkonunnar Alison Krauss, sem hefur unnið 27 verðlaun. Beyoncé þarf aðeins þrjú verðlaun í viðbót til að jafna met kvenna og karla, en Georg Solti, tónlistarstjórinn heitni, heldur metinu með 31 verðlaun.

- Auglýsing -

Beyoncé vann tvenn verðlaun í gær, fyrir besta tón­listar­mynd­bandið við lagið Brown Skin Girl og fyrir bestu frammi­stöðuna í R&B tón­list fyrir lagið Black Para­de.

- Auglýsing -

Taylor Swift fékk verð­laun fyrir bestu plötu ársins, fyrir plötuna Folklor­e. Swift varð því fyrsti kven­kyns tón­listar­maðurinn til að vinna þann flokk þrisvar sinnum. Hún hlaut Gram­my-verð­laun fyrir Fear­less 2010 og 1989 árið 2016. Þrír karlkyns tónlistarmenn hafa náð þeim árangri, Frank Sinatra, Paul Simon og Stevi­e Wonder.

Okkar kona Hildur Guðna­dóttir vann verðlaun fyrir tón­list sína í kvik­myndinni Joker, eins og Séð og Heyrt greindi frá í gær.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Hildur vann Grammy-verðlaun

Billi­e Eilish hlaut verðlaun fyrir bestu smá­skífuna fyrir lagið E­veryt­hing I Wan­ted og er þetta annað árið í röð sem hún vinnur í þeim flokki. H.E.R. hlaut verðlaun fyrir lag ársins, I Can’t Bre­athe og Megan Thee Stallion hlaut verðlaun sem ný­liði ársins.

Sigurvegarar í helstu flokkum voru:

Smá­skífa ársins: Billi­e Eilish – E­veryt­hing I Wan­ted

Plata ársins: Taylor Swift – Folklor­e

Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Bre­at­he

Ný­liði ársins: Megan Thee Stallion

Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Fu­ture Nostal­gia

Besti sóló-popp­flytjandinn: Harry Sty­les – Wa­t­ermelon Sugar

Besta popp­dúóið/popp­sveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me

Besta poppplatan – hefð­bundin: James Taylor – American Standard

Besta raf­tón­listar­platan: Kaytranada – Bubba

Besta rokk­platan: The Strokes – The New Abnormal

Besta alternati­ve-platan: Fiona App­le – Fetch the Bolt Cutters

Besta R&B-platan: John Legend – Big­ger Love

Besta rappplatan: Nas – King‘s Disea­se

Besta kántrííplatan: Vince Gill – When My Amy Pra­ys

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -