2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Sólveig selur sendiráði Kanada – Sjáðu myndirnar

  Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, seldi einbýlishús sitt við Fjólugötu 1 í Reykjavík um miðjan janúar. Sólveig og eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson fyrrverandi forstjóri Skeljungs, bjuggu í húsinu fram að andláti hans árið 2015. Húsið var sett á sölu árið 2016, en Sólveig býr í nýlegri blokkaríbúð í Kópavogi.

   

  Kaupandi hússins er kanadíska sendiráðið, en kaupsamningur var undirritaður 15. janúar og afhending var 30. janúar. Húsið sem er eitt af þessum stóru glæsilegu húsum í Þingholtunum er staðsett gegnt Hallargarðinum og með útsýni yfir Reykjavíkurtjörn. Það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt og byggt árið 1926. Húsið er á tveimur hæðum og undir því er kjallari, það var mikið endurnýjað árið 2002 og hvergi til sparað við framkvæmdirnar, meðal annars var skipt um gólfefni og allar innihurðir. Fimm salerni eru í húsinu þar af þrjú með sturtu, og tvö með baðkari. Garðurinn er fallega hannaður, stór og gróinn.

  Samkvæmt kaupsamningi er kaupverðið 265 milljónir króna, en fasteignamat hússins er rúmlega 174 milljónir króna. Engar veðskuldir hvíldu á húseigninni.

  Kanadíska sendiráðið er til húsa að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, í miðbænum. Ekki er vitað hvort að sendiráðið hyggst flytja sig um set yfir á Fjólugötu.

  AUGLÝSING


  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Mynd / fasteignaljosmyndun.is

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum