Söngbók Sjálands frestar tónleikum

Deila

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að hafa verið að vinna innan marka nýrra sóttvarnareglna höfum við ákveðið að fresta fyrirhuguðum tónleikum helgarinnar, segir í tilkynningu frá Sjálandi Garðabæ, en þrennir tónleikar áttu að vera núna um verslunarmannahelgina.

Tónleikar Eyþórs Inga færast yfir á fimmtudagskvöldið 3. September.

Tónleikar Jónasar Sigurðssonar og Ómars Guðjónssonar fá nýja dagsetningu sem send verður þeim sem keypt hafa miða nú þegar og kynnt öðrum um leið og hún liggur fyrir.

Tónleikar Hreims og hljómsveitar fá nýja dagsetningu sem send verður þeim sem keypt hafa miða nú þegar og kynnt öðrum um leið og hún liggur fyrir.

Við biðjumst velvirðingar á þessu en eins og fyrr sagði vorum við búin að færa viðburðina í form sem var innan nýrra reglna en eftir fund sóttvarnaryfirvalda í dag ákváðum við bjóða ekki óþarfa hættu heim þessa helgi.

Allir sem óska eftir endurgreiðslu munu fá hana en við biðjum miðahafa að sýna okkur og tix.is smá biðlund á meðan að unnið er úr þessu sem getur tekið tíma inn í næstu viku.

- Advertisement -

Athugasemdir