2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Söngleikur tekinn upp í samkomubanni – Sjáðu magnað myndband Broadwaystjarna

  Stjörnur söngleikjahúsa Broadway í New York sjá um létta lund okkar, en þær sameinast í bráðskemmtilegu myndbandi þar sem þær „mæma“ við lagið One Day More úr söngleiknum Vesalingarnir (Les Misérables) eftir sögu Victor Hugo.

  Allt eins og ein samfelld sena, en allir meðlimir eru heima hjá sér. Það er Jordan Grubb, sem sér um að hefja söng, og honum fylgja fjölmargir söngvarar sem þekktir eru á Broadway senunni.

  Vesalingarnir, fjallar eins og þeir sem til þekkja, um Jean Valjean, sem brýst til efna og metorða, eftir að hafa setið í fangelsi í áraraðir fyrir að stela mat handa sveltandi fjölskyldu sinni.

  Í myndbandinu eru flestir söngvarana í karakter og margir þeirra eru meira að segja í heimagerðum búning. Sjá má þá í daglegum athöfnum heima fyrir í samkomubanni sem sumar eru kannski kunnuglegar: einn þvær sér um hendur, annar heldur á hundinum sínum, sá þriðji handleikur áfengið og svo framvegis.

  AUGLÝSING


  „Eins og aðrir í leikhússenuni, þá hef ég viðhaldið samkomubanni eins vel og ég get, á sama tíma og ég hef þörf fyrir að tjá mig á listrænan hátt, segir Grubb í viðtali við CNN.

  Í síðustu viku setti hann beiðni á samfélagsmiðla og bauð vinum að vera með. „Ég sendi þeim lagið, bað þá um að vera skapandi, taka upp senu og senda mér með símanum. Hvert einasta myndskeið sem þið sjáið er myndað af viðkomandi einstaklingi,“ segir Grubb, sem safnaði myndskeiðunum saman og nýtti svo tvo daga í að klippa myndbandið. Myndbandið birti hann síðan á Facebook á sunnudag, nærri tveimur vikum eftir að tilkynnt var að öllum sýningum á Broadway væri frestað til 12. apríl hið minnsta sökum kórónaveirufaraldursins.

  „Myndbandið er framlag okkar til starfsins sem við elskum að vinna.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum