2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Söngleikurinn Vorið vaknar – Sjáðu myndir frá frumsýningu

  Söngleikurinn Vorið vaknar var frumsýndur föstudaginn 31. janúar hjá Leikfélagi Akureyrar, en þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp í atvinnuleikhúsi hér á landi.

   

  Söngleikurinn er byggður á samnefndu þýsku leikriti frá 1891 eftir Frank Wedekind og fjallar um líf og tilfinningarót unglinga í afturhaldssömu og þröngsýnu samfélagi 19. aldarinnar sem leyfir engin frávik frá hinu viðtekna. Vinunum Melchior, Moritz og Wendlu gengur misvel að fóta sig í harðneskjulegum heimi fullorðna fólksins og verða ýmist fórnarlömb eða sigurvegarar. Vorið vaknar fjallar um fyrstu kynlífsreynsluna, skólakerfið, kvíða og frelsisþrá þar sem tilfinningum krakkanna er fundinn farvegur í melódískri rokktónlist sem endurspeglar þeirra innra líf.

  Danshöfundurinn Lee Proud, Reykjavíkurdóttirin og aðalleikkona söngleiksins Þórdís Björk Þórfinnsdóttir og leikarinn Ahd Tamimi.
  Mynd / www.danielstarrason.com

  Sigfús Karlsson og Guðrún Rúnarsdóttir
  Mynd / www.danielstarrason.com

  AUGLÝSING


  Leikstjórn: Marta Nordal
  Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
  Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir
  Danshöfundur: Lee Proud
  Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
  Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson
  Sýningarstjórn: Þórunn Geirsdóttir
  Þýðing: Salka Guðmundsdóttir
  Leikarar: Ahd Tamimi, Ari Orrason, Árni Beinteinn Árnason, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eik Haraldsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Rúnar Kristinn Rúnarsson, Viktoría Sigurðardóttir, Þorsteinn Bachmann og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.

  Marta Nordal leikstjóri sýningarinnar heldur ræðu í frumsýningarpartíinu.
  Mynd / www.danielstarrason.com

  Leikhópurinn Lotta mætti á frumsýninguna.
  Mynd / www.danielstarrason.com

  Uppfærsla söngleiksins á Broadway árið 2006, hlaut átta Tony verðlaun og þar á meðal sem besti nýi söngleikurinn. Uppsetningin vann þar að auki fjölda annarra verðlauna og tilnefninga og hefur farið sigurför um heiminn allar götur síðan.

  Frumsýningarpartý Mynd / www.danielstarrason.com

  Jenný Lára Arnórsdóttir, Björn Grétar og leikkonan Margrét Sverrisdóttir
  Mynd / www.danielstarrason.com

  Þórgnýr Dýrfjörð, Viðar Eggertsson og Ragnar Hólm
  Mynd / www.danielstarrason.com

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum