Söngur systranna í Miðtúni slær í gegn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tvíburasysturnar Freyja og Oddný Benónýsdætur, og hálfsystir þeirra Margrét Ósk Guðjónsdóttir, tóku upp lag hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns, Undir þínum áhrifum, á sunnudag.

 

Guðjón Halldór Óskarsson faðir Margrétar og stjúpfaðir Freyju og Oddnýjar birti myndbandið á Facebook og voru viðtökurnar frábærar.

„Oddný og Freyja eru í kór Menntaskólans á Laugarvatni. Fyrr í vetur lentu þær í 2. og 3. sæti í undankeppni framhaldskóla á Laugarvatni. Þær kepptu fyrir Hvolsskóla í úrslitum Samfés 2019,“ segir Guðjón í samtali við Mannlíf. „Þær tóku þátt í Ísland got talent er þær voru 11 ára og komust í sjónvarpið.“

- Auglýsing -

Tvíburasysturnar eru 17 ára, og Margrét Ósk verður 12 ára núna í apríl. Fjölskyldan býr rétt fyrir utan Hvolsvöll á bæ sem heitir Miðtún.

„Margrét Ósk er í söngnámi í Tónlistarskóla Rangæinga hjá Unni Birnu Björnsdóttur. Allar hafa þær lært á hljóðfæri,“ segir Guðjón og aðspurður um hvort það sé hann sem spili undir svarar hann glettinn: „Jú ég fæ að gera það.“

Horft hefur verið yfir 22 þúsund sinnum á myndbandið, og þar sem það vakti svona mikla lukku, þá tóku þær upp annað lag og myndband í gær, í þetta sinn lag Bubba, Með þér, og það hefur fengið yfir 20 þúsund áhorf.

- Auglýsing -

Það er nokkuð ljóst að við eigum eftir að sjá og heyra meira frá systrunum í Miðtúni.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -