2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Söngvakeppnin 2020: Þessi taka þátt í ár

  Í kvöld kl. 19.45 verður kynningarþáttur á RÚV þar sem keppendur í ár verða kynntir til leiks. Hins vegar hefur nöfnum þeirra og lögum verið lekið á Spotify. Hvort að það er RÚV eða annar sem lak listanum er ekki vitað, en hann hefur verið birtur á erlendri síðu sem helguð er Eurovision.

   

  Sama gerðist árið 2018 þegar listi yfir þáttakendur og lög birtist á erlendum vefsíðum, var þá talið að lekann mætti rekja til rússneskrar síðu, en hann kom ekki frá RÚV.

  Hér má sjá listann á Eurovision aðdáenda- og fréttasíðunni Wiwiblogs.

  Hér fyrir neðan er lagalistinn en alls ekki skrolla neðar ef þú vilt ekkert vita um málið þar til klukkan 19.45 í kvöld.

  AUGLÝSING


   

   

  Alveg viss?

   

  Við erum búin að vara þig við!!

   

  Ertu alveg viss?

   

   

   

   

   

  1. Brynja Mary “Augun þín (In Your Eyes)”
  2. Daði Freyr “Gagnamagnið (Think About Things)”
  3. DIMMA “Almyrkvi”
  4. Elísabet “Elta þig (Haunting)”
  5. Hildur Vala “Fellibylur”
  6. Iva “Oculis Videre (Oculis Videre)”
  7. Ísold & Helga “Klukkan tifar (Meet Me Halfway)”
  8. Kid Isak “Ævintýri”
  9. Matti Matt “Dreyma”
  10. Nína “Ekkó (Echo)”

  Uppfært:
  Þar sem RÚV er búið að birta listann opinbera þá er listi yfir flytjendur og höfunda laga og texta hér fyrir neðan.

  Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2020. Fimm lög etja kappi í fyrri undanúrslitum í Háskólabíói laugardaginn 8. febrúar og fimm lög viku síðar í seinni undanúrslitum 15. febrúar. Þau tvö lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort kvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa fjögur lög til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar og verður sigurlagið framlag Íslands til Eurovision.

  Fyrri undanúrslit í Háskólabíói – 8. febrúar

  Ævintýri

  Flytjandi: Kid Isak
  Lag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson
  Texti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli Haraldsson

  Augun þín

  Flytjandi: Brynja Mary
  Lag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse Qvist
  Texti: Kristján Hreinsson

  Almyrkvi

  Flytjandi: DIMMA
  Lag: DIMMA
  Texti: Ingó Geirdal

  Elta þig

  Flytjandi: Elísabet
  Lag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth Erwin
  Texti: Daði Freyr

  Klukkan tifar

  Flytjendur: Ísold og Helga
  Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
  Texti: Stefán Hilmarsson

  Seinni undanúrslit í Háskólabíói – 15. febrúar

  Gagnamagnið

  Flytjendur: Daði og Gagnamagnið
  Lag: Daði Freyr
  Texti: Daði Freyr

  Fellibylur

  Flytjandi: Hildur Vala
  Lag: Hildur Vala og Jón Ólafsson
  Texti: Bragi Valdimar Skúlason

  Oculis Videre

  Flytjandi: Iva
  Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
  Texti: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

  Dreyma

  Flytjandi: Matti Matt
  Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
  Texti: Matthías Matthíason

  Ekkó

  Flytjandi: Nína
  Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez
  Texti: Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson

  Í þættinum Kynningarþáttur Söngvakeppninnar sem sýndur verður á RÚV í kvöld verður fjallað um höfunda og flytjendur og spiluð brot úr lögunum. Eftir þáttinn verður svo hægt að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur og höfunda á www.songvakeppnin.is. Tónlistin með lögunum úr keppninni verður líka aðgengileg á Spotify kl. 20.00 í kvöld.

   

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum