Sóttkví, ný íslensk leikin sjónvarpsmynd, verður sýnd á páskadag á RÚV.
Sóttkví er stutt sjónvarpsmynd sem gerist í Reykjavík í mars 2020, í fyrstu bylgju COVID-19.
Vinkonurnar Lóa, Hekla og Fjóla þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví og sækja styrk og félagsskap hver til annarrar með reglulegum fjarfundum á meðan. Auk innilokunarinnar er hver og ein að eiga við flóknar og á tíðum skoplegar aðstæður í einkalífi sínu sem magnast upp við einangrun og álag sóttkvíarinnar.
Aðalhlutverk: Elma Lísa Gunnarsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson.
Myndina skrifuðu: Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir.
Leikstjóri: Reynir Lyngdal.