Spáðu söngglaðir Grindjánar fyrir um þann stóra?: „Skjálfti! Boom – Boom!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grindvíkingar héldu árlegt þorrablót sitt síðasta laugardag, að þessu sinni með rafrænum hætti, vegna heimsfaraldur sem sett hefur allt úr skorðum, þar á meðal hefðbundið skemmtanahald.

Sjá einnig: Grindvíkingar blóta rafrænt í ár: „Heima með Helga, í enn eitt fokking sinn!“

Kórónuveiran er þó ekki það eina sem hefur sett daglegt líf Grindjána úr skorðum, því reglulega lætur móðir náttúra vita af sér, svo eftir sé tekið í bænum. Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir við Grindavík síðustu mánuði og á miðvikudag varð sá stærsti til þessa, 5,7 að stærð, nálægt fjallinu Keili á Reykjanesi. Skjálftinn, sem og margir aðrir þennan dag sem voru yfir 3,0 að stærð fundust víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Grindvíkingum var mörgum brugðið, þó þeir séu öllu vanir, því þennan dag voru skjálftarnir óvenju margir og óvenju stórir með stuttu millibili. UMFG sá þó húmórinn í aðstæðunum og rifjaði upp atriði frá þorrablótinu fjórum dögum áður.

„Skjálfti! Boom – Boom!

Í tilefni dagsins er tilvalið að rifja upp þetta frábæra atriði frá rafrænu Þorrablóti Grindvíkinga sem fram fór um sl. helgi!

Funduð þið skjálftann?“

Það er allavega ein staðreynd ljós, í dag veit hvert einasta mannsbarn á Íslandi hvar Grindavík er á landakortinu!

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Klámhögg Brynjars

Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, er einn allra skemmtilegasti þingmaður þjóðarinnar þótt hann sé kannski ekki alltaf á...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -