- Auglýsing -
Stefán Hilmarsson söngvari og tónlistarmaður sendi í gær frá sér nýtt lag, Heimur allur hlær.
Stefán flytur lagið ásamt Strokvartettinum Sigga. Stefán semur einnig texta lagsins, Hallgrímur Óskarsson semur lagið, og í bakröddum eru Hrafnhildur Birna og Margrét Eir.
Stefán er eins og alþjóð veit einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, og hefur komið víða við á löngum ferli, þó hljómsveitin Sálin hans Jóns míns, hafi lengst notið krafta hans. Stefán hefur einnig sungið með Sniglabandinu og Pláhnetunni, tekið þátt í Söngvakeppninni/Eurovision og átt farsælan sólóferil.