Spurningar Birnis og Páls Óskars – Pallíettur og taktur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmennirnir Birnir Sigurðarson og Páll Óskar gefa í dag út lagið Spurningar ásamt myndbandi.

Lagið er samið af Birni og Þormóði Eiríkssyni pródúsent og lagahöfundi. Magnús Leifsson leikstýrir myndbandinu, en hann hefur gert mörg slík, meðal annars fyrir  Of Monsters and Men, Hatara, Retro Stefson og Emmsjé Gauta.

„Þetta er lag um ást og erfiðleika sem fylgja henni. Svo er þetta líka bara algjört smash popp lag, og tæklar það að vera í ástarsambandi eða vera ástfanginn eða skotinn. Þá geta í kjölfarið komið efasemdir,“ segir Birnir um nýja lagið í samtali við Vísi.

„Ég gerði þetta lag með Þormóði, söng bara upprunalega demóið og datt Palli í hug – þetta var svolítið Pallalegt. Ég sendi honum demóið. Við höfðum aldrei unnið saman áður en þekktumst aðeins í gegnum tónlistina.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -