2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Star Trek aðdáendur söfnuðu til styrktar Ljósinu

  Star Trek aðdáendur leigðu Bíó Paradís til að horfa á nýja Star Trek Picard þætti og söfnuðu 100.000 kr til styrktar Ljósinu.

   

  Samáhorf nokkurra vina vatt óvart upp á sig þegar þau ætluðu að horfa saman á Star Trek Picard, nýja þætti sem hljóta mikið lof gagnrýnenda, segir í frétt á vef Ljóssins.

  Þau ákváðu að bjóða vinum og vinum vina. Á endanum varð hópurinn svo stór að þau þurftu að leigja bíósal til að halda einkasamkvæmi þar og horfa á þættina, en það kostaði sitt. Allir ákváðu að leggja í púkk og var ákveðið af ef einhver umfram peningur kæmi inn þá myndi hann renna óskiptur til Ljóssins. Á endanum mættu 85 manns sem allir greiddu sinn hlut og sumir rúmlega það þegar þeir fréttu að umfram peningur færi í gott málefni.

  Bíógestir að koma sér fyrir.

  AUGLÝSING


  Öllum að óvæntu bauðst svo einn gestanna til að láta fyrirtæki sitt greiða fyrir salinn svo að allur peningurinn sem kom inn myndi renna til Ljóssins, en það voru nákvæmlega 100.000 krónur sem komu þetta kvöld.

  Fyrirtækið sem tók að sér að greiða fyrir bíósalinn heitir Tölvuaðstoð og sérhæfir sig í að rýna og greina reikninga frá öðrum tölvu- og fjarskiptatækjum með það að markmiði að lækka kostnað og einfalda umfangið.

  Ákveðið hefur verið að nota upphæðina í kaup á hljóðkerfi í æfingarsal Ljóssins sem verið er að standsetja þessa dagana í nýju húsnæði sem flutt var á lóð Ljóssins í desember.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum